Þetta kemur fram í minnisblaði frá írska landbúnaðarráðuneytinu að sögn dpa fréttastofunnar sem segir að ríkisstjórnin hafi í hyggju að bæta bændum niðurskurðinn en hann verður byggður á samningum við þá að sögn talskonu ráðuneytisins.
Pat McCormack, formaður samtaka írskra mjólkurframleiðenda, sagði í samtali við dpa að samningurinn verði á byggja á því að bændum sé frjálst að velja hvort þeir gangist undir hann.
Írska umhverfismálaráðuneytið tilkynnti nýlega að það líti út fyrir að landið verði langt frá því að ná loftslagsmarkmiðunum, sem það hafði sett sér að ná árið 2030.
Eitt af markmiðunum var að minnka losun CO2 frá landbúnaðinum um 4 til 20%. Í heildina var það markmið sett að minnka losunina um 30% miðað við það sem hún var 2005.
Árið 2021 kom 38% af losun CO2 á Írlandi frá landbúnaðinum.