The Guardian skýrir frá þessu og sagði menningarsögustofnun Bæjaralands (BLfD) segi að talið sé að sverðið sé frá því á fjórtándu öld fyrir Krist, eða um miðja bronsöldina.
Sverðið er með átthyrnt handfang. Það fannst í gröf þriggja manneskja, karls, konu og drengs, ásamt fleiri bronshlutum.
Ekki er vitað hvort fólkið tengdist eða var úr sömu fjölskyldu.
Mathias Pfeil, yfirmaður (BLfD) sagði rannsaka þurfi sverðið og grafstæðið betur en nú þegar sé hægt að segja að sverðið hafi varðveist ótrúlega vel. „Fundur sem þessi, er ákaflega sjaldgæfur,“ sagði hann.