fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Óvæntar spurningar í atvinnuviðtali hjá Bill Gates – Kynlíf og klám

Pressan
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 07:00

Bill Gates þykir harður og kröfuharður yfirmaður. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar konur hafa lent í óþægilegri upplifun í tengslum við starfsumsókn á skrifstofu auðjöfursins Bill Gates.

Samkvæmt frétt The Wall Street Journal hafa margar konur kvartað undan óþægilegum spurningum af kynferðislegum toga sem þær segja að hafi verið lagðar fyrir þær í atvinnuviðtali.

Þær voru að sögn spurðar út í kynferðissambönd þeirra sjálfra, þar á meðal um kynsjúkdóma og kynlífsfélaga. Þær voru einnig spurðar um viðhorf þeirra til kláms og hvort þær eigi klámmyndir af þeim sjálfum.

Markmiðið með spurningunum var að sögn að kanna hvort hætta væri á að hægt yrði að beita þær kúgun af einhverju tagi.

Talskona Gates sagðist ekki hafa heyrt að spurningar af þessu tagi hafi verið lagðar fyrir umsækjendur. „Það væri algjörlega óásættanlegt að spyrja spurninga af þessu tagi. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um að óviðeigandi spurninga hafi verið spurt í ráðningarferlinu,“ sagði hún

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður