Samkvæmt frétt The Wall Street Journal hafa margar konur kvartað undan óþægilegum spurningum af kynferðislegum toga sem þær segja að hafi verið lagðar fyrir þær í atvinnuviðtali.
Þær voru að sögn spurðar út í kynferðissambönd þeirra sjálfra, þar á meðal um kynsjúkdóma og kynlífsfélaga. Þær voru einnig spurðar um viðhorf þeirra til kláms og hvort þær eigi klámmyndir af þeim sjálfum.
Markmiðið með spurningunum var að sögn að kanna hvort hætta væri á að hægt yrði að beita þær kúgun af einhverju tagi.
Talskona Gates sagðist ekki hafa heyrt að spurningar af þessu tagi hafi verið lagðar fyrir umsækjendur. „Það væri algjörlega óásættanlegt að spyrja spurninga af þessu tagi. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um að óviðeigandi spurninga hafi verið spurt í ráðningarferlinu,“ sagði hún