fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Hvar er Emile? Lögreglan stendur á gati og þjóðin bíður milli vonar og ótta

Pressan
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 04:10

Émile. Mynd: Franska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska lögreglan leitar af miklum krafti að Emile, tveggja ára dreng, sem hefur verið saknað síðan á laugardaginn. Hann var hjá afa sínum og ömmu í Frönsku Ölpunum þegar hann ráfaði út úr garði þeirra á meðan þau voru að gera sig klár til að yfirgefa heimilið. Síðan hefur ekkert spurst til hans.

Sky News segir að lögreglan hafi ekki hugmynd um hvað hafi orðið af Emile. Hann sást síðast á gangi nærri húsi afa síns og ömmu. Tveir aðilar sáu hann þar.

Afinn og amman búa í afskekktu fjallaþorpi þar sem aðeins búa tveir tugir manna.

Lögreglan hefur leitað í öllum húsum í þorpinu og um 500 sjálfboðaliðar hafa komið að leitinni. Leitað hefur verið í skóglendi og ökrum nærri þorpinu.

Remy Avona, saksóknari á svæðinu, sagði að „svæðinu hafi verið lokað og utanaðkomandi bannaður aðgangur“.

Hann sagði að leitað hafi verið á 12 hekturum lands og sérhæfður búnaður hafi verið notaður við leitina. Hún beinist aðallega að þorpinu og næsta nágrenni.

Leitað hefur verið í 30 húsum, 25 hafa verið yfirheyrðir, 12 bílar hafa verið teknir til rannsóknar auk leitarinnar á fyrrgreindum 12 hekturum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður