Sky News segir að lögreglan hafi ekki hugmynd um hvað hafi orðið af Emile. Hann sást síðast á gangi nærri húsi afa síns og ömmu. Tveir aðilar sáu hann þar.
Afinn og amman búa í afskekktu fjallaþorpi þar sem aðeins búa tveir tugir manna.
Lögreglan hefur leitað í öllum húsum í þorpinu og um 500 sjálfboðaliðar hafa komið að leitinni. Leitað hefur verið í skóglendi og ökrum nærri þorpinu.
Remy Avona, saksóknari á svæðinu, sagði að „svæðinu hafi verið lokað og utanaðkomandi bannaður aðgangur“.
Hann sagði að leitað hafi verið á 12 hekturum lands og sérhæfður búnaður hafi verið notaður við leitina. Hún beinist aðallega að þorpinu og næsta nágrenni.
Leitað hefur verið í 30 húsum, 25 hafa verið yfirheyrðir, 12 bílar hafa verið teknir til rannsóknar auk leitarinnar á fyrrgreindum 12 hekturum.