fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Adrian var aðeins sjö ára þegar hann lést – Gríðarlegt magn myndefnis sýnir hinar skelfilegu aðstæður sem hann bjó við

Pressan
Mánudaginn 3. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varúð: Greinin inniheldur lýsingar og myndefni á grófu ofbeldi gegn barni. 

Síðla árs 2015 fundust líkamsleifar hins sjö ár Adrians Jones í svínagirðingu nálægt heimili fjölskyldu hans í Kansas City,

Faðir hans, Michael Jones, ásamt stjúpmóður Adrians, Heather Jones, höfðu sett lík barnsins meðal svínanna í þeirri von að þau myndu éta líkamsleifarnar og þar með hylja yfir þá skelfilegu glæpi sem þau höfðu framið. 

Adrian Jones

Daginn áður hafði lögreglan verið kölluð til á heimilið þar sem Adrian hafði búið, ásamt föður sínum, stjúpmóður og sex systkinum. Hafði Heather sjálf hringt og sagt eiginmann sinn með byssu og hygðist skjóta hana.

Var Michael handtekinn á staðnum.

Bað leigusalann að geyma upptökurnar

Eftir handtökuna taldi lögregla rétt að kanna nánar hvað í raun hefði gengið á á heimilinu. Börnin voru á aldrinum tveggja til tíu ára, illa klædd, illa nærð og gengu ekki í skóla heldur voru þau skráð í heimakennslu en auðvitað fékk ekkert þeirra neina menntun hjá Jones hjónunum.

Heather Jones

Lögregla komst einnig að því að enginn hafði séð hinn sjö ára Adrian í marga mánuði. Lögreglu fannst einnig sérkennilegt að á heimilinu voru rúmlega 30 eftirlitsmyndavélar sem bókstaflega mynduðu hvern einasta fermetra íbúðarinnar. Heather hafði beðið leigusala sinn um að vista allt myndefni í sínu tölvuskýi og eyddi því af tölvum fjölskyldunnar. En þegar að leigusalinn opnaði nokkur skjalanna var hún snögg til að hringja á lögreglu.

Það sem þar var að finna áttir átti eftir að valda þeim er á horfðu martröðum.

MIchael Jones

Skelfilegt myndefni

Á upptökunum mátti sjá þann hrylling sem Adrian þurfti að ganga í gegnum svo mánuði skipti áður en hann lést. 

Hann hafði verið barinn af föður sinum og stjúpmóður, bæði með berum höndum en einnig kústsköftum, látinn vera jafnvel dögum saman í litlum kassa sem faðir hans hafði komið fyrir í sturtuklefa íbúðarinnar og stundum var hann látinn standa þráðbeinn í ísköldu vatni svo klukkustundum skipti.

Heather við klefann í sturtunni.

Ef hann hreyfði sig var Adrian refsað með barsmíðum. Hann var bundinn á höndum, bundið var fyrir augu hans, hann hafður í handjárnum og var barnið skelfilega vannært.

Það höfðu einnig verið settar upp myndavélar í garðinum og þar mátti sjá Adrian litla, bundinn við borð yfir hávetur, lítið sem ekkert klæddan. Stundum var hann bundinn yfir heila nótt úti. 

Faðir hans átti meira að segja rafbyssu sem hann átti til að skjóta son sinn með. 

Lítið annað en skinn og bein

Eins ógeðfellt og það nú er, þá virðist sem faðir hans og stjúpmóðir hafi notið þess að ljósmynda pyntingarnar á Adrian og fannst fjöldi mynda af þeim misþyrma Adrian. Á ljósmyndum mátti meðal annars sjá andlitsmynd af Adrian, marið og bólgið með sprungnar varir. Á annarri mynd var hann handjárnaður með hendur upp í loft.

Síðasta myndin hefur að öllum líkindum verið tekin rétt fyrir andlát hans en þar má sjá Adrian í sturtuklefanum. Sumar tennur hans höfðu þá dottið út vegna vannæringar og var hann lítið annað en skinn og bein. 

Michael og Heather höfðu einnig tekið upp myndbönd af Adrian. Á einu þeirra má sjá hann bundinn á meðan að þau veifa framan í hann mat og þegar að Adrian reynir í örvæntingu sinni að grípa bita setja þau sápustykki upp í hann sem var látið vera í munni hans. Á öðru myndbandi er Adrian úti í garði, með hendur bundnar fyrir aftan bak að vetri til og titrar hann af kulda. Michael og Heather veifa vatnsbrúsa fyrir framan hann og hlæja að tilraun barnsins til að fá sopa. Sem hann aldrei fékk. 

Rannsókn á líkamsleifum Adrians leiddi í ljós að hann hafði dáið úr hungri þótt að misþyrmingarnar hafi haft sitt að segja. 

Við húsleit kom í ljós að hjónin höfðu sett upp viðvörunarkerfi við ísskáp og aðra skápa til að tryggja að Adrian kæmist aldrei að mat. 

Jones hjónin mynduðu Adrian hjálparvana vera látinn vera klukkustundum saman í ísköldu vatni.

Enginn hlustaði

Líkamsleifar Adrian fundust eftir að Heather játaði að hafa verið völd að dauða hans og sagði mann sinn hafa farið með líkið á svínabúið í þeirri von að því yrði fargað. Jafnvel að Adrian látnum héldu því misþyrmingarnar áfram. 

Tveimur árum fyrir látið hafði hinn þá fimm ára gamli Adrian sagt kennara frá því að hann væri beittur ofbeldi á heimilun og hafði sá kallað til lögreglu og félagsmálayfirvöld. Adrian sagði þeim meðal annars frá því að reglulega væri sparkað í höfuð hans og einu sinni hefði jafnvel hluti af beini losnað frá höfðinu.

Hann sagði einnig að hann væri kýldur í andlit og maga, stjúpmóðir hans sneri upp á eyru hans og hann lokaður inni svo dögum skipti án matar eða vatns. Sagðist hann fá mat sinn úr ruslafötunni, sem væri eini staðurinn sem hann mátti leita matar. 

Samt sem áður ákváðu yfirvöld ekki að fjarlægja Adrian af heimilinu, vissulega væru þar ákveðnir erfiðleikar, en saga Adrian væri of ýkt til að taka trúanlega. 

Málð dó í kerfinu

Fjölskyldunni var aftur á móti boðinn stuðningur frá félagsmálayfirvöldum en Michael og Heather höfðu engan áhuga á slíku og smám saman hætti stuðningsfulltrúinn að mæta til fjölskyldunnar og málið lognaðist út af í kerfinu. Það kaldhæðnislegasta er að Adrian hafði verið tekinn frá móður sinni tveggja ára gamall, þar sem hún var ekki talin hæf til að hugsa um barnið, og settur í umsjón föður síns þrátt fyrir að móðirin, Dainna Pearce. Daianna átti vissulega við erfiðleika að stríða en börn hennar voru aldrei beitt ofbeldi né vannærð. 

Síðar kom í ljós að það höfðu borist tíu tilkynningar um ofbeldi á heimilinu áður en Adrian lést en yfirvöld töldu aldrei ástæðu til að grípa til aðgerða, jafnvel þótt að vitni segðist hafa sérð Heather reyna að kyrkja Adrian. 

Bæði Michael og Heather voru handtekin og játuðu þau á sig manndráp. Þau voru bæði dæmd til lífstíðarfangelsisvistar. 

Adrian ásamt lífmóður sinni. Hann var fjarlægður frá henni.

Grétu við réttarhöldin

Margir þeir er höfðu séð myndefnið af pyntingunum á Adrian brotnuðu niður við réttarhöldin og sögðust aldrei hafa séð annan eins hrylling á ævi sinni. Eina fólkið sem engin svipbrigði sýndi voru Heather og Michael Jones sem aldrei hafa sýnt iðrum né gefið skýringu á hvað kom þeim til að fremja slíkan barn gegn hjálparvana barni.

Félagsmálayfirvöld voru harðlega gagnrýnd í fjölmiðlum eftir að málið kom upp og var skipuð nefnd til að kanna hvar kerfið hefði klikkað. Yfirvöld viðurkenndu að rétt hefði verið að fjarlægja Adrian af heimilinu þegar hann sagði sögu sína, fimm ára gamall, og þar með var málinu formlega lokað. 

Adrian átti betri upphafsár en það sem við tók.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu