fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Veðurfræðingur setti allt á hliðina eftir að lítil stúlka í leit að kettlingnum sínum hringdi dyrabjöllunni

Pressan
Mánudaginn 8. maí 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur veðurfræðingur setti nýlega allt á hliðina eftir að hann setti færslu inn á Facebook-síðu sem hann heldur utan um – síðuna iWeatherNet.

Síðan er með um 116 þúsund fylgjendur en þar er fjallað um veðrið í Dallas, Fort Worth og Atlanta. Veðurfræðingurinn á bak við hana er Chris Robbins. Í lok apríl hefur hann líklega ruglast og óvart notað þann aðgang, fremur en sinn persónulega er hann skrifaði eftirfarandi færslu:

„Barn var að hringja dyrabjöllunni minn. Fólk þið hringið EKKI dyrabjöllum árið 2023. Sexan mín [byssa] var hlaðin. Haldið börnunum ykkar í burtu.“

Undir færluna skrifaði hann svo Chris.

Segja má að viðbrögðin hafi verið hörð. Velti fólk því fyrir sér hvort að veðurfræðingurinn væri í alvörunni að tilkynna það að hann væri tilbúinn að skjóta fólk bara fyrir að dingla bjöllunni hans. Eins sé frekar ógeðfellt að hóta börnum slíku.

Chris bætti svo við frásögn sína. Hann tók fram að barnið sem hafi hring bjöllu hans hafi verið lítil stúlka sem var að leita að kettlinginum sínum. Chris sagði að hann hafi verið óþolinmóður og bara að grínast, en það sé samt í rauninni ekki góð hugmynd fyrir börn að flakka um og hringja dyrabjöllum hjá ókunnugum. Tók hann jafnframt fram að ef þessi „krakkaskömm“ myndi aftur hringja bjöllunni hans daginn eftir þá myndi hann hringj aá lögregluna.

Ekki hafði veðurfræðingurinn lokið sér af því hann sagðist hafa tilkynnt litlu stúlkunni að hann gæti rifið í hár hennar ef hún gerði þetta aftur. En þetta hafi leitt til þess að stúlkan fór að gráta. Vildi Chris meina að þetta hafi verið lærdómstækifæri fyrir stúlkuna.

Og enn hafði hann ekki lokið sér af. Eyddi hann deginum í að drita út fleiri færslum þar sem hann reyndi að afsaka hegðun sína meðal annars með því að vísa í nýlegar fréttir að unglingum og ungmennum sem hafi verið skotin fyrir að fara húsavillt.

Eftir að færslur hans fóru í mikla dreifingu um netið tilkynnti Chris svo að honu hafi borist líflátshótanir. Hann tók fram að hann þekkti alla í lögreglunni sem og lögreglustjóran í Atlanta og vísaði aftur til þess að hann ætti byssu.

„Þið getið hlegið að mér. Ég gerði eitthvað gott í lífinu. Hvað hafið þið gert? Guð er að horfa. Og ég skaut engann fyrir utan hurðina mína. Sexan mín er hér við hlið mér“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum
Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“