fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Furðulegasta starf í heimi? – Lifandi fuglahræður fá borgað fyrir að klæða sig upp sem fugla

Pressan
Laugardaginn 6. maí 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýragarðurinn í Blackpool, Bretlandi, auglýsti nýlega eftir fólki í nokkuð óhefðbundið starf.

Um er að ræða eins konar fuglahræður, eða nánar tiltekið mávahræður, eftir að bíræfnir mávar tóku að herja á dýrin í garðinum sem og gesti og stela af þeim mat.

Í auglýsingu fyrir starfið kom fram að umsækjendur þurfi að vera félagslyndir og sætta sig við að klæðast fuglabúningi.

„Í dýragarðinum í Blackpool þarf ekki að taka fram að við elskum öll  dýr. Þar sem garðurinn er nærri sjó þá er hér enginn skortur á mávum. Hins vegar eru mávarnir að reynast nokkur plága hvað varðar þjófnað á mat frá gestum okkar og dýrum. 

Við þurfum því að gera það sem við getum til að halda mávunum frá helstu matstöðunum sem gestirnir nota. Þess vegna leitum við af hópi fólks sem vill slást í lið við gestaþjónustu okkar sem mávafælur. 

Umsækjandinn sem verður fyrir valinu þarf líka að vera einbeittur, hress, vinalegur og sveigjanlegur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður