Dýragarðurinn í Blackpool, Bretlandi, auglýsti nýlega eftir fólki í nokkuð óhefðbundið starf.
Um er að ræða eins konar fuglahræður, eða nánar tiltekið mávahræður, eftir að bíræfnir mávar tóku að herja á dýrin í garðinum sem og gesti og stela af þeim mat.
Í auglýsingu fyrir starfið kom fram að umsækjendur þurfi að vera félagslyndir og sætta sig við að klæðast fuglabúningi.
„Í dýragarðinum í Blackpool þarf ekki að taka fram að við elskum öll dýr. Þar sem garðurinn er nærri sjó þá er hér enginn skortur á mávum. Hins vegar eru mávarnir að reynast nokkur plága hvað varðar þjófnað á mat frá gestum okkar og dýrum.
Við þurfum því að gera það sem við getum til að halda mávunum frá helstu matstöðunum sem gestirnir nota. Þess vegna leitum við af hópi fólks sem vill slást í lið við gestaþjónustu okkar sem mávafælur.
Umsækjandinn sem verður fyrir valinu þarf líka að vera einbeittur, hress, vinalegur og sveigjanlegur.“
The eagle is now a worldwide superstar – so we think it deserves a proper name.
Head over to our Facebook page to win a family ticket, along with a money can’t buy meet and greet with our celebrity by suggesting a name in the comments!
— Blackpool Zoo (@BlackpoolZoo) April 26, 2023