fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Svona er hægt að bera kennsl á lygara

Pressan
Sunnudaginn 30. apríl 2023 15:30

Það er ekki nefið sem kemur upp um lygara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að átta sig á þegar logið er að manni og meira að segja lygamælar geta ekki alltaf greint lygi. En samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá virðist sérstök og einföld aðferð geta sagt til um hvort einhver er að ljúga og er nákvæmni þessarar aðferðar sögð vera um 80%.

Science Alert skýrir frá þessu og segir að vísindamenn við Universiteit van Amsterdam í Hollandi hafi rannsakað þetta. Þeir segja að það séu mörg atriði sem þarf að hafa í huga þegar metið er hvort eitthvað er satt eða logið. Þetta geti gert fólki erfitt fyrir að átta sig á hvort um lygi er að ræða.

„Fólk getur ekki lagt mat á fjölda merkja á skömmum tíma og tekið þau  með í reikninginn,“ sagði Bruno Verschuere, réttarmeinafræðilegur sálfræðingur við Universiteit van Amsterdam, í samtali við Science Alert.

Hann og teymi hans gerði rannsóknina sem gekk út á að finna út hvernig sé best að finna út hvort verið sé að ljúga. Teymið þróaði aðferð sem virðist virka í flestum tilfellum.

Níu tilraunir voru gerðar þar sem 1.445 manns voru beðnir um að giska á hvort það sem fólkið sá eða las var satt eða logið.

Sumum var áður sagt að einblína á eitt atriði, það er hversu nákvæmar sögurnar voru, og hunsa allt annað.

Hinir fengu engar leiðbeiningar og notuðu eðlisávísun sína.

Verschuere sagði að niðurstaðan sé að það virðist vera gagnlegra að einblína á eitt atriði frekar en mörg.

Þeir þátttakendur sem notuðu eðlisávísun sína eða marga ólíka þætti til að finna hvort um lygi væri að ræða stóðu sig ekki betur en þeir sem giskuðu handahófskennt. Þeim sem hafði verið leiðbeint um að einblína á nákvæmnina í sögunum og hvort mörg smáatriði væru í þeim gekk betur að greina mun á lygi og sannleika og gerðu það með 59 til 79% áreiðanleika.

Niðurstaðan er sem sagt að þeim mun færri smáatriði, sem eru í sögunni, þeim mun meiri líkur eru á að þú sért að hlusta á lygara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum