fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Meðlimir glæpagengja eru grýttir og brenndir til bana á Haítí

Pressan
Föstudaginn 28. apríl 2023 09:00

Mikil ólga hefur verið á Haítí síðustu misseri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á annan tug grunaðra meðlima glæpagengja voru grýttir og/eða brenndir til bana í Port-auPrince, höfuðborg Haítí, á mánudaginn.

Lögreglan og sjónarvottar skýra frá þessu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að við leit í lítilli langferðabifreið, sem vopnaðir menn hafi verið í, hafi lögreglan fundið og lagt hald á vopn og fleira. Þess utan hafi rúmlega tugur manna, sem var í bílnum, verið tekinn af lífi af almennum borgurum.

Lögreglan skýrði ekki nánar frá hversu margir voru drepnir eða hvernig eða af hverju lögreglan missti stjórn á ástandinu.

Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við ástandinu á Haítí og segja að það veki minningar um ástandið á stríðssvæðum.

Þessi nýjasta ofbeldishrina hófst á mánudaginn þegar meðlimir glæpagengja réðust inn á heimili almennra borgara og réðust á fólk á götum úti.

„Ef glæpagengin ráðast á okkur, þá verðum við að verja okkur. Við eigum einnig vopn, sveðjur, við tökum vopnin þeirra og við munum ekki flýja,“ sagði einn íbúi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum