fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Mafían býður bætur – Leystu rangan mann upp í sýru

Pressan
Föstudaginn 28. apríl 2023 04:15

Frá Napólí. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarlegt morðmál hefur tekið undarlega stefnu á Ítalíu. Mafíumeðlimir, sem eru fyrir rétti ákærðir fyrir morð, segjast hafa ruglast mönnum og drepið rangan mann og leyst lík hans upp í sýru. Þeir hafa nú boðið fjölskyldu hins látna peninga og húsnæði í bætur vegna þess.

Líklega hafði Giulio Giaccio enga hugmynd um þau hryllilegu örlög sem biðu hans þegar hann fylgdi tveimur lögreglumönnum til yfirheyrslu í júlí 2000.

Giaccio, sem var 26 ára, var með nokkrum vinum sínum í úthverfi Napólí þegar lögreglumennirnir gengu að honum og spurðu hvort hann væri Salvatore. Því neitaði hann að vonum en þeir kröfðust þess samt að hann kæmi með þeim á lögreglustöðina. Hann féllst á það og hvarf sporlaust í kjölfarið.

Sannleikurinn kom ekki fram fyrir en löngu síðar.

Lögreglumennirnir voru í raun mafíósar og þegar Giaccio settist inn í bílinn þeirra skutu þeir hann í höfuðið með skammbyssu. Því næst leystu þeir líkið upp í sýru, nema tennurnar. Þeir neyddust til að mölva þær með hamri.

Nú sitja mafíósarnir tveir á sakamannabekknum, ákærðir fyrir morðið.

Daginn áður en réttarhöldin hófust tók málið undarlega stefnu þegar mennirnir buðu fjölskyldu Giaccios sem svarar til 1,5 milljónar íslenskra króna í reiðufé í bætur auk fasteigna í Napólí að andvirði sem nemur um 18 milljónum íslenskra króna.

Þeir segjast hafa ruglast á Giaccio og öðrum manni og því hafi hann verið skotinn og settur í sýru.

Þetta segja þeir Salvatore Cammarota og Carlo Nappi að minnsta kosti. Þeir afplána nú þegar dóma fyrir önnur afbrot. Það var liðhlaupi úr mafíunni sem kom upp um þá og skýrði lögreglunni frá morðinu á Giaccio.

Þeir félagar tilheyra Polverino-mafíunni sem er hluti af hinni valdamiklu og ógnvekjandi Camorra-mafíu sem á rætur að rekja til NapólíCamorra-mafían hefur mikil völd og áhrif í undirheimum Napólí sem og samfélaginu í borginni. En hún lætur ekki þar við sitja og teygja völd hennar sig vítt og breitt á Ítalíu og utan Ítalíu og er mafían einn af stóru aðilunum í fíkniefnaviðskiptum á heimsvísu og skipulagðri glæpastarfsemi.

Bandaríska alríkislögreglan FBI telur að um 7.000 manns tilheyri Camorra-mafíunni í um 100 mismunandi mafíuhópum. Þessir hópar starfa sjálfstætt og berjast oft innbyrðis.

Giaccio var eitt margra fórnarlamba Polverino-mafíunnar árið 2000. Flest fórnarlömbin áttu það sameiginlegt að hafa farið á fjörurnar við eða átt í sambandi við systur Salvatore Cammarota.

Út frá siðferðissjónarmiðum Camorra-mafíunnar þótti hún lauslát og þar með smánarblettur á orðspori Salvatore Cammarota. Hann var háttsettur innan mafíunnar og taldi sig því tilneyddan til að grípa til aðgerða.

Með liðsinni Carlo Nappi, og þriðja mafíósans, sem hefur ekki enn verið dreginn fyrir rétt, skipulagði hann blóði drifna herferð gegn vonbiðlum systur sinnar. Það var í þessari herferð sem Giaccio var ruglað saman við „Salvatore“ og endaði þar með í sýrubaði.

Fjölskylda Giaccio hafnaði boðinu um að fá greiddar bætur en á Ítalíu er oft litið á bótagreiðslur sem mildandi þátt þegar kemur að því að ákveða refsingu sakamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi