fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hún hvarf „inn í þokuna“ fyrir þremur árum – Ekkert hefur spurst til hennar síðan

Pressan
Föstudaginn 28. apríl 2023 22:00

Sydney West Mynd:FINDSYDNEYWEST.COM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðast sást til Sydney West þegar hún gekk að Golden Gate brúnni í San Francisco þann 30. september 2020. Þetta sést á upptöku eftirlitsmyndavélar, klukkan 06.45, við Crissy Field. Eftir þetta hefur ekkert spurst til þessarar ungu konu, sem var 19 ára þegar hún hvarf.

„Það var þoka, það var eins og hún hyrfi inn í þokuna,“ sagði Scott Dudekeinkaspæjari, í samtali við Fox News Digital. „Maður myndi halda að ef einhver klifraði upp á grindverkið með allt þetta fólk og hjólreiðafólk á ferðinni, myndi einhver hafa hringt, en það gerðist ekki, eða einhver hefði reynt að tala hana til og síðan stigið fram eftir alla þess umfjöllun, en það gerðist ekki,“ bætti hann við.

„Það var fullt af fólki á brúnni þennan morgun og við erum enn hissa á þessu,“ sagði Kimberly West, móðir Sydney.

Eftir því sem kemur fram á vefsíðu, sem var sett upp í tengslum við hvarf Sydney, þá fékk hún heilahristing sumarið 2020, áður en hún flutti til Berkeley. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar stundaði hún nám sitt á netinu. Það reyndist henni erfitt og ákvað hún að gera hlé á námi sínu fram á haust 2020 til að geta jafnað sig að fullu eftir heilahristinginn segir á vefsíðunni.

Hún dvaldi hjá fjölskylduvinum í Bay Area og fór til Crissy Field eins og svo oft áður þennan morgun en þar stundaði hún oft líkamsrækt og ljósmyndun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi