fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Joe Biden staðfestir framboð til Bandaríkjaforseta

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 10:16

Joe Biden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur staðfest að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári.

Biden birti færslu á Twitter-síðu sinni klukkan 10 að íslenskum tíma þar sem hann lýsti þessu yfir. Segist Biden vilja klára það verkefni sem hann er byrjaður á og biður hann um fjögur ár í Hvíta húsinu til viðbótar.

Líkur eru á Biden og Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikana, berjist aftur um forsetastólinn líkt og þeir gerðu árið 2020. Þá hafði Biden naumlega betur með 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trumps.

Á sama tíma tilkynnti Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, að hún ætlaði að sækjast aftur eftir varaforsetaembættinu.

Í umfjöllun Guardian er bent á að Biden bíði erfitt verkefni enda benda skoðanakannanir til þess að bandarískur almenningur vilji fá ferskt blóð í Hvíta húsið.

Í nýlegri könnun kváðust 26% Bandaríkjamanna vilja að Biden yrði áfram forseti en nái hann kjöri verður hann 86 ára árið 2028.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður