Sky News segir að það hafi verið móðir Joshua sem hringdi í lögregluna og sagði henni að sonur hennar hefði myrt Charley. Hún hélt honum heima þar til lögreglan kom og handtók hann.
Hann stakk Charley margoft með hníf á bílastæði í bænum Radstock. Charley var með að minnsta kosti 30 stungusár á bringunni og handlegg. Hann var úrskurðaður látinn 30 mínútum eftir að tilkynnt var um árásina.
Joshua flúði af vettvangi og brenndi fötin sín til að reyna að hylja slóð sína.
Sex klukkustundum eftir árásina hringdi móðir hans í lögregluna og sagði henni hvað sonur hennar hafði gert. „Sonur minn drap einhvern . . . hann er núna hérna hjá mér en ég get ekki leyft honum að fara. Hann er hér. Ég sagði honum að ég neyddist til að gera þetta,“ sagði hún þegar hún hringdi í lögregluna. Hún rétti Joshua síðan símann og viðurkenndi hann þá að hafa myrt Charley. Hann var handtekinn skömmu síðar.
Eins og áður sagði var hann dæmdur í ævilangt fangelsi og verður hann að afplána 21 ár að lágmarki í fangelsi.