fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Myndband: Morðingi Lauren kom upp um sig í beinni útsendingu eftir að hafa lýst yfir áhyggjum af hvarfi hennar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 23. apríl 2023 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lauren Giddings var 27 ára og nýbúin að ljúka lögfræðinámi við Mercer háskóla í Georgiufylki þegar hún hvarf sporlaust úr íbúð sinni á háskólasvæðinu í júní 2011.

Hún hafði sagt ættingjum og vinum að hún yrði afar upptekin við að undirbúa próf fyrir málflutningsréttindi, sem hún hugðist taka um haustið. Svo enginn hafði miklar áhyggjur þótt ekkert heyrðist frá henni í nokkra daga.

En þegar að systir hennar, Kaitlyn, uppgötvaði að hún hafði ekkert frá Lauren svo dögum saman, né svarað skilaboðum, fékk hún áhyggjur. 

Lauren

Ekki síst þar sem Lauren hafði trúað henni, og nokkrum nánum, fyrir að hana grunaði að einhver væri að fylgjast með henni. Hún hafði meira að segja senti kærasta sínum tölvupóst og lýst yfir áhyggjum um að einhver brotist inn til hennar, það voru ummerki um slíkt. 

Síðar kom í ljós að tölvupósturinn var sendu kvöldið áður en Lauren var myrt. 

Ekkert að finna í íbúðinni

Kaitlyn hafði samband við vini Lauren en enginn hafði heyrt frá henni. Hún ákvað því að fara heim til systur sinnar og fékk nokkra vini hennar með. Bíll Lauren var á bílastæðinu en hún svaraði ekki. Sem betur fer vissi ein vinkona Lauren hvar hún hafði falið lykil til vara. 

Bauðst nágranni og bekkjarfélagi Lauren úr lögfræðinni, Stephen McDaniel, til að fylgja konunum inn, til öryggis, en hann bjó í íbúðinni við hliðina.  

Stephen

Inni í íbúðinni voru taska og lyklar Lauren en hana var hvergi að finna. 

Þá var hringt á lögreglu. Ekkert benti til innbrots og það var hvergi að sjá neitt íbúðinni sem benti til þess að átök hefðu átt sér stað. En þegar að lögregla spreyjaði luminol, efni sem lýsist upp þegar það kemst í nálægð við blóð, allt að sama hversu hefur verið reynt að þrífa það í burtu, kom í ljós að mikið magn blóðs hafði verið þrifið í baðherberginu. Veggir, gólf og baðkar hreinlega ljómuðu.

Lauren var ekki lengur talin horfin, það var augljóslega um morðmál að ræða. Og skelfilegt sem slíkt. Lögregla hóf strax leit og áður en varði hafði stór hópur sjálfboðaliða slegist í hópinn. 

Fjölmiðlafár

Fjölmiðlar ruku á staðinn og fyrsti einstaklingurinn sem sjónvarpsfólk rakst á var meira en til í að tjá sig um áhyggjur sínar varðandi örlög Lauren. Um var að ræða nágrannann umhyggjusama, Stephen McDaniel, sem tók sér pásu frá leitinni til að ræða við fjölmiðla. 

Stephen var álitin pínulítið skrítinn en frekar krúttlegur, og algjörlega meinlaus, lúði af skólafélögum sínum. Hann bjó í íbúðinni við hlið Lauren og sagði hana vera einn sinn besta vin. Væri hann frá sér af áhyggjum yfir örlögum hennar.

Meðan að sjónvarpsfólk talaði við Stephen fannst gríðarleg rotnunarlykt frá ruslagámi, ekki langt frá byggingunni sem Lauren bjó í.

Þar fannst líkami hennar en ekki höfuð né hand- eða fótleggir. 

Interview with Stephen McDaniel shortly before being arrested for the murder of Lauren Giddings. The moment he learns they found a body he completely shuts down. : r/videos

 

Fréttamaðurinn, sem var að taka viðtalið við Stephen, fékk tíðindin í gegnum heyrnartól sín og sagði Stephen, í beinni útsendingu, að líkami hennar, eða hluti hans, hefði fundist. 

Það er augljóst hverjum sem á horfir, hversu Stephen brá við tíðindin. Hann byrjaði að stama og sagðist þurfa að setjast niður. 

Grunsemdir vakna

Flestir myndu telja slík viðbrögð við fréttum af morði náins vinar eðlileg en hjá reyndum rannsóknarlögreglumönnum kviknuðu strax grunsemdir. Það var eitthvað sem ekki gekk upp. 

Þeir sáu ekki ungan mann, fylltan sorg og söknuði, heldur einstakling sem var að átta sig á, í beinni útsendingu, að áætlun hans um að fela lík konu, sem hann hafði myrt, hafði mistekist. 

En það voru engar sannanir, bara grunsemdir, svo lögregla bað alla íbúa í íbúðarkjarnanum um leyfi til að leita í íbúðum þeirra. Allir gáfu fúslega leyfi.

Nema Stephen. Og sem útskrifaður laganemi vissi hann fullvel að hann hafði allan rétt til að neita leit. 

Lauren

Hann var því kallaður til yfirheyrslu þann 30. júní og þótt hann hefði látið móðan mása við fjölmiðla vildi hann ekkert við lögreglu tala en  lét á endanum undan.

Í íbúð hans fannst höfuðlykill sem gekk að öllum íbúðum hússins. 

Stephen viðurkenndi að hafa notað lykilinn til að brjótast inn í tvær íbúðir og stela þaðan verðmætum. Það gaf lögreglu ástæðu til að halda honum í varðhaldi. 

Stephen sagðist aftur á móti ekkert hafa með morðið á Lauren að gera og svaraði næstum ölum spurningum með já,“ „nei“ eða „ég veit það ekki“.

Með Lauren á heilanum

Eftir ítarlegri leit í íbúð Stephens fann lögreglan fjölda óhugnanlegra sönnunargagna.

Í tölvu hans fannst gríðarlegt magn af ofbeldisklámi auk sannana um manískan rómantískan og kynferðislegan áhuga á Lauren. Hann hafði fylgst með hverju hennar spori og hangið á samfélagsmiðlum hennar. Meðal þess sem fannst var myndband sem Stephen hafði tekið af sjálfum sér við koma fyrir upptökuvél við glugga Lauren. 

Einnig fundust umbúðir af járnsög, en sjálf sögin fannst í sameiginlegu þvottahúsi íbúðasamstæðurnnar auk blóðugra rúmfata. Reyndist blóðið vera úr Lauren. 

Sannanirnar gegn Stephen voru yfirgnæfandi og játaði hann á endanum. 

Sagðist hann hafa laumast inn í íbúð Lauren aðfararnótt 27. júní en harðneitaði að hafa ætlað að myrða hana.

Stephen við réttarhöldin

Hann var með grímu en Lauren vaknaði og þekkti hann, þrátt fyrir grímuna. Hún hóf að kalla á hjálp og í framhaldi réðst Stephen á Lauren og endaði á að myrða hana. 

Því næst dró hann lík hennar inn á baðið, sundurlimaði og þvoði vandlega í þeirri von um að losna við öll sönnunargögn. Búkinn sett hann á ruslasvæði en útlimum hennar og fötum henti hann hér og þar. Sagði hann ítrekaði morðið hafa verið slys. 

Hann var ákærður fyrir morðið í ágúst 2011 og á meðan hann beið réttarhalda kom einnig í ljós að hann var einnig sekur um barnaníð gegn fjölda barna. 

Árið 2014 var Stephen McDaniel dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn.

Ættingjar Lauren hafa sagt það nokkra huggun að vita að Stephen mun deyja að baki múranna. 

Fjölskylda Lauren og skólafélagar hafa haldið minningu hennar á lofti og er  bæði að finna minnismerki um hana á lóð Mercer háskólans svo og bleikan bekk, tileinkaðan minningu Lauren í miðbæ Mercy.

Hér má sjá sjónvarpsviðtalið

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu