Aðalritstjóra þýska vikublaðsins Die Aktuelle hefur verið sagt upp störfum eftir að blaðið birti viðtal við þýska Formúlu-1 ökuþórinn Michael Schumacher.
Eins og DV greindi frá birtist á forsíðu tímaritsins gömul mynd af Schumacher með fyrirsögninni: „Fyrsta viðtalið!“ og látið að því liggja að blaðið hefði náð viðtali við Schumacher sem slasaðist lífshættulega í skíðaslysi árið 2013, en lítið hefur spurst af honum opinberlega frá slysinu.
Í lok greinarinnar er tekið fram að „viðtalið“ hafi verið tilbúningur gervigreindarforritsins Character.ai og fulltrúar tímaritsins hefðu ekki talað við Schumacher eða einhvern úr fjölskyldu hans.
Bianca Pohlmann, forstjóri útgáfuhússins Funke, segir að „viðtalið“ hefði átt að koma fyrir sjónir almennings, enda smekklaust og ekki í anda góðrar blaðamennsku.
Fjölskylda Schumacher mun jafnframt vera að undirbúa málsókn gegn tímaritinu vegna málsins.