Þessar vetrarbrautir eru svo massífar að þær eiga í raun ekki að geta verið til. Live Science skýrir frá þessu.
Þessar sex risastóru vetrarbrautir, sem eru heimkynni næstum jafn margra stjarna og eru í Vetrarbrautinni, mynduðust aðeins 500 til 700 milljónum ára eftir Miklahvell.
Stjörnufræðingarnir sem uppgötvuðu þær segja þær geta kollvarpað vitneskju okkar um myndun vetrarbrauta.
Erica nelson, einn meðhöfunda rannsóknarinnar, sagði að þessar vetrarbrautir ættu ekki að hafa haft tíma til að myndast svona snemma í lífi alheimsins.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.