Ef trúa má sérfræðingum og niðurstöðum rannsókna þá elska hundar fólk hugsanlega meira en mat.
„Ég er algjörlega sannfærður um að hundarnir okkar elska okkur. Það er enginn vafi í huga mínum,“ sagði Clive Wynne, sálfræðiprófessor við Arizona State háskólann.
Ýmsar rannsóknir styðja þessa skoðun Wynne að sögn Live Science.