Rannsóknin leiddi í ljós að fólk fær meiri REM svefn á veturnar. REM stendur fyrir rapid eye movement.
Heildarsvefntíminn reyndist vera um klukkustund lengri á veturna en á sumrin en REM svefninn, sem tengist birtunni, var 30 mínútum lengri á veturna en á sumrin.
Rannsóknin bendir til að fólk fái lengri REM svefn á veturna en á sumrin og styttir djúpan svefn á haustin. The Guardian skýrir frá þessu.
Vísindamenn segja að ef hægt sé að yfirfæra niðurstöðurnar yfir á fólk sem sefur heilbrigðum svefni myndi þetta færa okkur fyrstu sönnunina fyrir því að við þurfum að aðlaga svefn okkar að árstíðunum, að við þurfum kannski að fara fyrr að sofa á dimmum og köldum mánuðum.