fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Sérfræðingur segir að fólk eigi aldrei að gista ofar en á fjórðu hæð hótels

Pressan
Laugardaginn 4. mars 2023 20:00

Hið fræga Hótel Nacional

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingur í ferðaöryggismálum segir að fólk eigi að forðast að gista ofar en á fjórðu hæð hótela og ekki neðan en á annarri hæð.

Þetta gerir auðvitað að verkum að ekki eru margar hæðir til umráða þegar kemur að því að velja gistingu.

Lloyd Figgins, sem er sérfræðingur í ferðaöryggismálum, sagði í samtali við Sun Online travel að hann telji að fólk eigi aðeins að gista á milli annarrar og fjórðu hæðar vegna hættunnar á eldsvoða. Hann sagði að hættan á eldsvoða sé sú hætta sem fólki yfirsjáist einna helst.

„Þegar þú kemur á hótel, þá þekkir þú ekki umhverfið en heldur að það sé öruggt. Það kemur upp vandamál ef eldvarnakerfið fer í gang. Hvað á þá að gera? Vitum við hvar neyðarútgangurinn er? Hvernig komumst við að honum og komumst við þá á öruggan stað? Er hann kannski lokaður og læstur?“ sagði hann.

Hann sagðist telja að í hvert sinn sem fólk kemur á hótel sé það þess virði að ganga þá leið sem á að nota í neyðartilfellum, telja fjölda dyra á milli herbergisins, sem gist er í, og neyðarútgangsins.

Hann sagði mikilvægt að fá herbergi á annarri til fjórðu hæð því stigabílar slökkviliða nái sjaldan hærra upp og allt fyrir neðan aðra hæð sé innan seilingar fyrir þjófa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum