Þetta gerir auðvitað að verkum að ekki eru margar hæðir til umráða þegar kemur að því að velja gistingu.
Lloyd Figgins, sem er sérfræðingur í ferðaöryggismálum, sagði í samtali við Sun Online travel að hann telji að fólk eigi aðeins að gista á milli annarrar og fjórðu hæðar vegna hættunnar á eldsvoða. Hann sagði að hættan á eldsvoða sé sú hætta sem fólki yfirsjáist einna helst.
„Þegar þú kemur á hótel, þá þekkir þú ekki umhverfið en heldur að það sé öruggt. Það kemur upp vandamál ef eldvarnakerfið fer í gang. Hvað á þá að gera? Vitum við hvar neyðarútgangurinn er? Hvernig komumst við að honum og komumst við þá á öruggan stað? Er hann kannski lokaður og læstur?“ sagði hann.
Hann sagðist telja að í hvert sinn sem fólk kemur á hótel sé það þess virði að ganga þá leið sem á að nota í neyðartilfellum, telja fjölda dyra á milli herbergisins, sem gist er í, og neyðarútgangsins.
Hann sagði mikilvægt að fá herbergi á annarri til fjórðu hæð því stigabílar slökkviliða nái sjaldan hærra upp og allt fyrir neðan aðra hæð sé innan seilingar fyrir þjófa.