fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Fötluð og hálfblind kona dæmd fyrir manndráp – Vísaði hjólreiðarkonu af gangstétt og út á götu þar sem hún varð fyrir bíl

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. mars 2023 16:30

Auriol Grey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fötluð og hálfblind kona hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp á Englandi. Dómurinn hefur vakið talsverða athygli en konunni var gefið að sök að stuðlað að því að tæplega áttræð hjólreiðarkona varð fyrir bíl með því að benda henni á að koma sér af gangstétt og út á götu. Daily Mail greinir frá.

Hlýddi möglunarlaust og varð fyrir bíl

Sú sem var sakfelld heitir Auriol Grey og er 49 ára gömul. Hún var í göngutúr í bænum Huntingdon í Cambridge-skíri í Englandi þegar hin 77 ára gamla Celia Ward kom hjólandi á móti henni á gangstéttinni. Eins og sást greinilega á upptöku öryggismyndavélar þá Grey vísaði Ward úti á götu með áköfum handabendingum sem hlýddi möglunarlaust.

Nokkrum sekúndum síðar kom bíll á fleygiferð og lenti í árekstri við Ward sem var úrskurðuð látinn á vettvangi þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn.

Hin látna, Celia Ward, ásamt eiginmanni sínum David

 

Mun eiga erfitt uppdráttar í fangelsi

Við réttarhöldin kom fram að félagslegar aðstæður Grey eru mjög erfiðar. Hún er einstæðingur sem á engan að nema einn vin og lagði lögmaður hennar þunga áherslu á að staða hennar væri svo viðkvæm að hún myndi eiga erfitt uppdráttar bak við lás pog slá. Þrátt fyrir það var dómari málsins á því að hún ætti geta gert greinarmun á réttu og röngu enda væru vitsmunir hennar ekki skertir að neinu leyti.

Lögmaður Grey fór fram á að hún yrði laus gegn tryggingu á meðan málinu yrði áfrýjað til æðra dómstigs en á það féllst dómarinn ekki. Benti hann á að Grey hefði ekki sýnt neina iðrun vegna málsins fyrr en málið rataði fyrir dóm.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður