Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar, sem eru einu fjölmiðlarnir í landinu, skýrðu frá þessu í gær.
Sérfræðingar hafa að undanförnu haft áhyggjur af versnandi ástandi í landinu vegna matvælaskorts.
KCNA fréttastofan segir að Kim hafi sagt að það sé forgangsverkefni að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett um kornuppskeru á árinu. Hann lagði einnig áherslu á mikilvægi stöðugs landbúnaðar.
Hann sagði að breytingarnar á landbúnaðinum eigi að ná í gegn á næstu árum en skýrði ekki hvað felst í þeim.
Samyrkjubúskapur er ráðandi í Norður-Kóreu.