fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Báru kennsl á „Konuna í frystinum“ eftir 27 ár

Pressan
Miðvikudaginn 1. mars 2023 22:00

Amanda Lynn Schumann Deza Mynd:SAN JOAQUIN COUNTY SHERIFF'S OFFICE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í 27 ár reyndu lögreglumenn, sem nú eru farnir á eftirlaun, og nú síðast „kalda máls teymið“ okkar að bera kennsl á konuna og finna út hver myrti hana.“

Þetta sagði Pat Withrow, lögreglustjóri í San Joaquin County, í fréttatilkynningu sem lögreglan í San Joaquin County sendi frá sér nýlega til að tilkynna hún hefði loksins komist eitthvað áleiðis við rannsókn á morðmáli einu.

Það var í mars 1995 sem lík konu fannst í frysti nærri Stockton í San Joaquin County í Kaliforníu. Það var ekki fyrr en nýlega sem lögreglan bar kennsl á konuna. Hún hét Amanda Lynn Schumann Deza og var 29 ára þegar hún lést. Hún var fráskilin,  þriggja barna móðir.

Amanda Lynn Schumann Deza Mynd:SAN JOAQUIN COUNTY SHERIFF’S OFFICE

 

 

 

 

 

 

Lögreglan notaði nýja DNA-tækni í bland við hefðbundnar erfðafræðirannsóknir til að komast að af hvaða konu líkið var. Vonast lögreglan til að þetta geti fært hana nær því að leysa málið í heild sinni og finna morðingjann.

Með nýrri DNA-tækni tókst að rekja slóðina til móður og systur Deza og þannig bera kennsl á hana.

Amanda Lynn Schumann Deza Mynd:SAN JOAQUIN COUNTY SHERIFF’S OFFICE

 

 

 

 

 

 

 

Síðast sást til Deza í íbúðarhverfi í Napa og var hún í fylgd með óþekktum karlmanni sem hún hafði kynnst þegar hún var í áfengis- og fíkniefnameðferð.

Lögreglan hefur heitið 10.000 dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til þess að málið leysist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður