Þetta sagði Pat Withrow, lögreglustjóri í San Joaquin County, í fréttatilkynningu sem lögreglan í San Joaquin County sendi frá sér nýlega til að tilkynna hún hefði loksins komist eitthvað áleiðis við rannsókn á morðmáli einu.
Það var í mars 1995 sem lík konu fannst í frysti nærri Stockton í San Joaquin County í Kaliforníu. Það var ekki fyrr en nýlega sem lögreglan bar kennsl á konuna. Hún hét Amanda Lynn Schumann Deza og var 29 ára þegar hún lést. Hún var fráskilin, þriggja barna móðir.
Lögreglan notaði nýja DNA-tækni í bland við hefðbundnar erfðafræðirannsóknir til að komast að af hvaða konu líkið var. Vonast lögreglan til að þetta geti fært hana nær því að leysa málið í heild sinni og finna morðingjann.
Með nýrri DNA-tækni tókst að rekja slóðina til móður og systur Deza og þannig bera kennsl á hana.
Síðast sást til Deza í íbúðarhverfi í Napa og var hún í fylgd með óþekktum karlmanni sem hún hafði kynnst þegar hún var í áfengis- og fíkniefnameðferð.
Lögreglan hefur heitið 10.000 dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til þess að málið leysist.