Daily Star skýrir frá þessu og segir að barnabarn Orris, Ed, hafi skráð hann í leikinn. Í verðlaun var kynlíf með tveimur vændiskonum í vændishúsinu „Moonlite Bunny Ranch“ í Dayton í Nevada. Nevada er eina ríki Bandaríkjanna þar sem vændi er leyfilegt.
Þetta gerðist í október 2013 og sagði Orris þá, þegar hann þakkaði Dennis Hof, eiganda vændishússins: „Þetta er besti dagur lífs míns. Þetta fyllti líf mitt aftur með orku.“
Orris, sem bjó í Illinois, fór til Nevada þann 12. desember 2013 til að leysa vinninginn út. Þegar þangað var komið byrjaði hann á að snæða rifjasteik á Harvey‘s Lake Tahoe Sage Room Steakhouse.
En rifjasteikin varð honum að bana því biti stóð í honum og kæfði hann. Hann var fluttur á sjúkrahús en var úrskurðaður látinn við komuna þangað.
Ed, sem hafði skráð afa sinn í leikinn, fékk vinninginn í sinn hlut að afa sínum látnum og leysti hann út að kvöldi sama dags og afi hans lést.