fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Sextán ára saga leitarinnar að Madeleine McCann

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 27. febrúar 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og allur heimurinn veit hvarf hin þriggja ára gamla Madeleine McCann frá hótelíbúð foreldra sinna í maí 2007. 

Í kjölfarið fór fram ein viðamesta og dýrasta leit sem gerð hefur verið í Evrópu og sér ekki fyrir endann á málinu, þótt næstum 16 ár sé liðin frá hvarfinu. 

Hótelið sem Maddie var rænt af.

Auðvitað hefur fjöldi annarra barna, bæði breskra og annara þjóða, horfið án þess að fá slíka athygli en það er ekki síst að þakka foreldrum Maddie, Kate og Gerry, að ránið gleymist ekki. Þau hafa verið gríðarlega öflug í að koma fram opinberlega og segjast aldrei munu gefast upp við leitina að dóttur sinni. 

Það hefur býsna margt gerst þessi 16 ár og hefur það reynst gjöful uppspretta fyrir þann fjölda heimildamynda og sjónvarpsþátta sem gerðir hafa verið um málið. 

Hér má sjá tímalínu yfir það helsta sem gerst hefur

Herbergið sem Maddie var rænt úr. Hún var í rúmini lengst til vinstri.

2007

Að kvöldi 3. maí hverfur Madeleine á meðan foreldrar hennar snæða ásamt vinum, á veitingastað í tæplega 100 metra fjarlægð. 

Þau dvöldu á Ocean Club hótelinu í Praia da Luz í Portúgal og skiptist fólkið á að fara og líta eftir börnunum. Þegar að Kate McCann fór að líta eftir sínum börnum sá hún að Maddie var horfin en yngri börn hennar, tvíburasystkini, voru í rúmum sínum. 

Gerry og Kate daginn eftir ránið.

Lögregla var kölluð til og leitaði á hótelinu í umhverfi þess án árangurs. Gestir hótelsins tóku þátt í leitinni sem stóð fram á morgun. 

Landamæraverðir og flugvallar starfsfólk var þá látið vita af hvarfinu og beðið um að hafa augun hjá sér. Hundruðir sjálfboðaliða buðu sig fram til leitar enda sagðist portúgalska lögreglan þess fullviss að barnið væri á lífi og enn í landinu.

Kate og Gerry komu fram í sjónvarpi þann 12. maí og sögðu engin orð get lýst þeirri þjáningu og örvæntingu sem þau væru að ganga í gegnum. 

Þann 26. maí gefur portúgalska lögreglan út teikningu af manni sem talinn er hafa sést bera barn út af hótelinu sömu nótt og Maddie hvarf. 

Síðasta myndin sem tekin var af Maddie. Henni var rænt þetta sama kvöld.

Í júní viðurkennir portúgalska lögreglan að hafa klúðrað þvi að loka af vettvang glæpsins og því hafi mikilvæg sönnunargögn á við fingraför og DNA sýni aldrei náðst. 

Í júlí sendi breska lögreglan leitarhunda sem leituðu á hótelinu og í nágrenni svo og í bíl McCann hjónanna. Það reyndist árangurslaust. 

Í ágúst gefur portúgalska lögreglan út yfirlýsingu um að þeir hafi litla sem enga trú á að stelpan finnist á lífi. 

Portúgalska lögreglan gaf út þessa furðulegu teikningu af grunuðum mann, þremur dögum eftir ránið.

Í september var Kate McCann yfirheyrð af portúgölsku lögreglunni og fá hjónin í kjölfarið stöðu grunaðra. Saksóknari hafnaði aftur á móti beiðni um frekari yfirheyrslur. 

Í nóvember gaf Gerry McCann út yfirlýsingu þar sem hann sagðist telja að fylgst hafi verið með fjölskyldunni dagana fyrir ránið. 

2008

Í janúar birtu Kate og Gerry McCann teikningu af manni eftir lýsingu bresks ferðamanns sem sagðist hafa séð „krípí“ mann þvælast í kringum hótelið. 

Í apríl komu portúgalskir lögreglumenn til Bretlands til að vera viðstaddir yfirheyrslur yfir borðfélögum McCann hjónanna þetta örlagaríka kvöld. 

Í júlí gaf portúgalska lögreglan út skýrslu sem þeir sögðu vera þeirra lokaskjal. Í henni segir meðal annars að Kate og Gerry séu ekki lengur með stöðu grunaðra. 

2009

í nóvember er gefin út tölvuteikning af hvernig Maddie myndi sennilegast líta út, sex ára gömul.

Tölvuteikning af Maddie 6 ára.

2010

Í febrúar kom út bók eftir yfirmann portúgölsku lögreglunnar sem leiddi leitina, Goncalo Amaral. Í henni segir hann Kate og Gerry hafa myrt dóttur sína. Hjónin fóru í mál og fimm árum síðar var Amaral dæmdur til greiðslu hárra skaðabóta. 

Í apríl komu Kate og Gerry fram í breskum fjölmiðlum og gagnrýndu harðlega bæði portúgölsku og bresku lögregluna fyrir að vera svo að segja hætt leitinni.

Í nóvember skrifuðu hjónin undir útgáfusamning um skrif bókar um hvarfið. 

2011

Þáverandi forsætisráðherra Bretlands, David Cameron fór fram á að breska lögreglan tæki málið upp aftur af krafti. Stofnað var sérstakt teymi og við tók tveggja ára rannsókn. 

Í maí kom bók hjónanna út. 

2012

Í apríl tilkynnti yfirmaður teymisins er stofnað var, að hann sjái fram á að bráðlega verði unnt að fá botn í málið og loka því endanlega.

Tölvuteikning af Maddie 9 ára

Gefin er út tölvuteikning sem sýnir hvernig Maddie líti mögulega út 9 ára gömul. 

Portúgalska lögreglan gaf út tilkynningu um að málið verði aldrei opnað aftur þar í landi. 

2013

Í maí gaf breska lögregan út yfirlýsingu um að þeir hafi nokkra einstaklinga undir grun. 

Ein þeirra mynda sem gerð var eftir framburði vitna er töldi sig hafa séð manninn.

Í júlí sagðist Scotland Yard, sem er hluti af leyniþjónustu Bretlands, hafa í höndunum ný sönnungargögn svo og ný vitni. Þeir hófu sína eigin rannsókn á málinu. 

Í október sagðist Scotland Yard geta staðfest að alls liggi 41 einstaklingar sterklega undir grun. 

Ný teikning af manni, sem sagður var hafa sést bera ljósthært barn út af hótelinu, var gefin út. 

Portúgalska lögreglan samþykkti að opna málið aftur í samvinnu við Scotland Yard. 

Kate og Gerry skrifuðu bók um hvarf dóttur sinnar.

2014

Breskir rannsóknarlögreglumenn fóru til Portúgals og sterklega var gefið í skyn að handtökur myndu fara fram. Enn ein leitin var gerð á stóru svæði í kringum hótelið.

Fjórir einstaklingar lágu undir grun, þeir yfirheyrðir en enginn þeirra handtekinn. 

2015

Í september 2015 sagði breska ríkisstjórnina leitina hafa kostað rúmlega 10 milljónir punda eða 1,8 milljarð íslenskra króna. Fækkað var í leitarteyminu frá 29 og niður í 4 lögreglumenn. 

Teikning af grunuðum, gerð eftir framburði hugsanlegra vitna.

2016

í apríl 2016 tilkynnti þáverandi forsætisráðherra Bretlands að 95 þúsund pund eða tæplega 17 milljónir íslenskra króna væru eyrnamerkt leitinni.

2017

Í apríl 2017 voru þeir fjórir einstaklingar sem yfirheyrðir voru þremur árum áður hreinsaðir af öllum grun en lögregla sagði nýjar upplýsingar hafa komið fram sem eigi eftir að kanna.  Ekkert nýtt kom fram. 

2019

Í mars gaf Netflix út átta þátta seríu um hvarfið.

Tölvuteikning af hvernig Maddie myndi hugsanlega líta út 15 ára.

Í júní 2019 gaf breska ríkisstjórnin út yfirlýsingu að frá og með mars 2020 muni ekki verða veitt meira fé til leitarinnar.

2020

Í júní er 43 ára gamall þýskur kynferðisglæpamaður, Christian Brueckner, sagður vera sterklega grunaður um ránið.

McCann hjónin þakka bresku, þýsku og portúgölsku lögreglunni og segjast vona að loksins fái þau að vita sannleikann, viðkomandi verði refsað og þau fái langrþráðan sálarfrið. 

Í júni gaf þýskur saksóknari út yfirlýsingu og sagðist hafa tilkynnt foreldrum Maddie að hann væri 100% viss um að telpan væri látin en neitaði að gefa þeim, né öðrum, upplýsingar um hvaðan hann hefði þær upplýsingar. 

Ránið á Maddie hefur fæstum gleymst.

2022 

Áframhaldandi rannsókn styrkir þann grun að Christopher Brueckner, sem situr í fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot, sé sekur um ránin og morðið á Madeleine McCann. Sá á sér viðbjóðslega sögu kynferðisglæpa, barnaníðs og að öllum líkindum morða. En þýska lögreglan er þögul sem gröfin og svo virðist sem þeir séu að tryggja skothelt mál gegn Brueckner. 

Christian Bruecknerer enn talinn líklegastur til að hafa rænt og myrt Maddie.

Hvað næst?

Þúsundir ábendinga hafa borist þessi 16 ár og telur fjöldi fólks sig hafa séð Maddie og hefur flestum, ef ekki öllum, verið fylgt eftir. Enginn barnanna hefur reynst vera Maddie en vart er hægt að ímynda sér sér ítrekuð vonbrigði Kate og Gerry McCann.

Síðustu árin hafa nokkrar stúlkur gefið sig fram og sagst vera Maddie, nú síðast 19 ára pólsk kona að nafni Julia Faustyna. Hjá sumum þessara kvenna hefur verið um afar ósmekklegt grín að ræða, aðrar glíma við geðræna sjúkdóma, og mun hin pólska Julia að öllum líkindum falla í þann flokk. 

Kate og Gerry segjast aldrei hætta leitinni að dóttur sinni.

Almennt er talið að Madeleine McCann sé löngu látin en margir halda enn í vonina um að einn góðan veðurdag finnist hún á lífi. 

Meðal þeirra eru Kate og Gerry McCann sem segjast aldrei gefast upp í leitinni að dóttur sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig