The Guardian segir að þetta hafi komið í ljós við kortlagningu uppbyggingar alheimsins sem var unnin af the Dark Energy Survey og the South Pole Telescope. Markmiðið með kortlagningunni er að öðlast skilning á þeim öflum sem mótuðu þróun alheimsins og stjórna örlögum hans.
Þessi nýja kortlagning er mjög nákvæm og hefur aflað enn frekari gagna sem benda til að inn í staðalmódel okkar í eðlisfræði vanti mikilvægt efni.
Eric Baxter, stjarneðlisfræðingur við University of Hawaii og meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að svo virðist sem að alheimurinn sé ekki alveg eins „kekkjóttur“ og talið var.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Physical Review D.