The Guardian segir að biskupsdæmið hafi sagt að það muni hugsanlega neyðast til að lýsa sig gjaldþrota á næstu mánuðum vegna gríðarlegs lögfræðikostnaðar í tengslum við um 400 málshöfðanir þar sem því er haldið að prestar og aðrir starfsmenn biskupsdæmisins hafi beit börn kynferðislegu ofbeldi.
Biskupinn í San Diego, Robert McElroy, sagði í bréfi til safnaðarmeðlima að málin hafi verið höfðuð eftir að Kaliforníuríki afnam fyrningarlög er varða kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Samkvæmt lögunum, sem voru samþykkt 2019, geta fórnarlömbin höfðað mál þar til þau verða 40 ára. Frá 2020 til 2023 er þriggja ára gluggi opinn þar sem fórnarlömb geta höfðað mál án nokkurra aldurstakmarka.
Flest málanna, sem nú hafa verið höfðuð, eru vegna brota fyrir 50 til 75 árum. Það elsta frá 1945.
Þetta sagði Kevin Eckery, fjölmiðlafulltrúi biskupsdæmisins, nýlega á fréttamannafundi. Hann sagðist telja að það muni kosta biskupsdæmið 550 milljónir dollara að ná sáttum við þá sem höfða málin.