fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Verslunareigandi sektaður um 1,1 milljón fyrir atvinnuauglýsingu – Auglýsti eftir konu yfir fertugu

Pressan
Laugardaginn 25. febrúar 2023 15:00

Mynd úr safni. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunareigandi í Barcelona á Spáni var nýlega sektaður um 7.501 evru, sem svarar til um 1,1 milljónar íslenskra króna, fyrir að hafa auglýst eftir konu yfir fertugu til starfa.

Javier Marcos rekur litla gardínubúð í Fort Pienc í Barcelona. Þegar eina konan, sem vinnur hjá honum var að láta af störfum, vildi hann ráða aðra konu í starfið að sögn The Guardian.

Hann sagðist ekki hafa viljað mismuna fólki og hafi í raun viljað bjóða upp á atvinnutækifæri fyrir þjóðfélagshóp sem á í erfiðleikum með að finna vinnu. Hann benti einnig á að flestir viðskiptavinir hans eru konur.

Hann fjarlægði auglýsinguna af vefsíðunni eftir að eftirlitsmenn atvinnumálayfirvalda vöruðu hann við og sögðu að hann ætti sekt yfir höfði sér. Hann var síðan kærður fyrir að hafa mismunað fólk á grunni kynferðis og aldurs.

Aðeins er heimilt að auglýsa eftir fólki af ákveðnu kyni til starfa þegar starfið er þess eðlis að annað kynið verður að sinna því, til dæmis sem vörður í búningsklefa karla eða kvenna í sundlaug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Í gær

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking