fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Frank hvarf 1976 – Nú er loksins búið að leysa málið

Pressan
Laugardaginn 25. febrúar 2023 22:00

Frank Sotherden

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1976 fór Frank Sotherden, sem bjó í New York, í veiðiferð í Alaska með vini sínum. Hann hvarf í veiðiferðinni og ekkert spurðist til hans eftir það. Nú, tæpri hálfri öld síðar, hefur bróðir hans loksins fengið svar við því hvað kom fyrir Frank.

Frank vann við lagningu leiðslu í Alaska þegar hann ákvað að fara í veiðiferð norður fyrir heimskautsbaug með vini sínum.

„Hann var mjög sjálfstæður og elskaði útivist. Honum líkaði vel að gera hlutina eins og hann vildi gera þá,“ sagði bróðir hans, Steven.

Félagarnir fóru á veiðar nærri Porcupine River í norðausturhluta Alaska. Þar urðu þeir viðskila og sá vinurinn Frank aldrei aftur.

Fyrir rúmlega 25 árum fannst höfuðkúpa í óbyggðum Alaska, um 13 kílómetra frá kanadísku landamærunum, en það var ekki fyrr en nýlega sem yfirvöld staðfestu að hún er af Frank.

Það var í apríl á síðasta ári sem ríkislögreglan í Alaska ákvað að hefja rannsókn á málinu á nýjan leik eftir að það tókst að ná DNA úr höfuðkúpunni. Með því að bera það DNA saman við DNA úr Steven bróður hans tókst að bera kennsl á höfuðkúpuna.

Steve, sem er nú 76 ára, sagði í samtali við NY Times að unnið hafi verið að því síðustu 45 árin að fá botn í málið og nú hafi loksins fengist svar.

Talsmaður lögreglunnar sagði að höfuðkúpan beri þess merki að Frank hafi orðið fyrir árás bjarndýrs en bitför eru á höfuðkúpunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu