Sky News segir að Cooper hafi einnig verið fundinn sekur um íkveikju.
Saksóknari sagði fyrir dómi að Cooper hafi verið með yngri pilti, sem er nú 17 ára, þegar þeir komu inn í flugeldaverslun í Romford, sem er í austurhluta Lundúna, fyrr um kvöldið. Hann sagði verslunareigandanum að hann vantaði „eitthvað sem færi langt og hratt“. Hann sagði unnustu sinni að hann ætlaði að reyna að fá flugelda til að skjóta á fólk, hann ætlaði að hrella fólk þetta kvöld.
Eftir að hafa keypt flugelda og kveikjara gengu Cooper og vinur hans að Queens Park Road í Harold Wood en þar bjó Smith. Á leiðinni kveiktu þeir í flugeldum og beindum þeim að gangandi vegfarendum.
Þegar þeir stóðu við hús Smith tók yngri pilturinn flugelda og fór með að húsi Smith og sett inn í gegnum bréfalúguna. Tvær sprengingar urðu fyrir innan og eldur braust út og barst um allt húsið.
Þegar slökkviliðið kom á vettvang var húsið fullt af reyk og Smith fannst látin í svefnherbergi sínu. Krufning leiddi í ljós að hún lést af völdum reykeitrunar.
Enginn ágreiningur var um það fyrir dómi að piltarnir hefðu keypt flugelda og kveikjara og að Cooper hefði greitt fyrir vörurnar né að yngri pilturinn hefði sett flugeldana inn um bréfalúguna.
Kviðdómur þurfti að taka afstöðu til hvort Cooper hefði átt hlut að íkveikjunni með því að hvetja hinn piltinn og aðstoða hann við að setja flugeldana inn um bréfalúguna. Sá yngri játaði að hafa orðið Smith að bana.
Unnusta Cooper sagði að hann hefði hlegið þegar yngri pilturinn fór að húsi Smith. Saksóknari sagði að það væri mat ákæruvaldsins að pilturinn hefði ekki sett flugeldana inn um bréfalúguna ef Cooper hefði ekki stungið upp á því.
Dómari ákveður refsingu piltanna síðar.