fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Skaut mann sem var að pissa á hús – Bar við sjálfsvörn

Pressan
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Garrett Hughes, 21 árs, skotinn til bana þegar hann var að kasta af sér vatni við bar í Flórída. Þetta fór illa í bareigandann, Lloyd Brewer, sem skaut Hughes til bana.

People segir að Brewer sé nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um morð og brot á vopnalögum.

FL Keys News segir að Hughes hafi verið skotinn til bana á bifreiðastæði við bar Brewer í Key West. Þetta gerðist skömmu eftir miðnætti, aðfaranótt þriðjudagsins 14. febrúar.

Joseph Mansfield, saksóknari, sagði að upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýni að Hughes hafi verið að kasta af sér vatni á húsvegg barsins þegar Brewer gekk að honum og skaut hann í kviðinn.

Brewer sagði lögreglunni að um sjálfsvörn hafi verið að ræða en Hughes var óvopnaður.

Mansfield sagði að ekki sé hægt að bera við sjálfsvörn í málinu því Hughes hafi verið óvopnaður og hafi ekki nálgast Brewer.

Bæði Brewer og Hughes voru undir áhrifum áfengis þegar þetta gerðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu