People segir að Brewer sé nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um morð og brot á vopnalögum.
FL Keys News segir að Hughes hafi verið skotinn til bana á bifreiðastæði við bar Brewer í Key West. Þetta gerðist skömmu eftir miðnætti, aðfaranótt þriðjudagsins 14. febrúar.
Joseph Mansfield, saksóknari, sagði að upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýni að Hughes hafi verið að kasta af sér vatni á húsvegg barsins þegar Brewer gekk að honum og skaut hann í kviðinn.
Brewer sagði lögreglunni að um sjálfsvörn hafi verið að ræða en Hughes var óvopnaður.
Mansfield sagði að ekki sé hægt að bera við sjálfsvörn í málinu því Hughes hafi verið óvopnaður og hafi ekki nálgast Brewer.
Bæði Brewer og Hughes voru undir áhrifum áfengis þegar þetta gerðist.