Fox 35 skýrir frá þessu og hefur eftir Megan Brown, frænku Jesse, að hann hafi meitt sig á fæti þegar hann var á göngubretti. Nokkrum dögum síðar var allur fótleggurinn þakinn útbrotum, rauðum og fjólubláum, sem líktust marblettum.
Jesse var lagður inn á gjörgæsludeild sjúkrahússins í Winter Park. Læknar þar sögðu að hann hefði fengið sýkingu af völdum streptókokkabakteríu af A-stofni. Sýkingin varð síðan banvæn þegar hún breyttist í holdátusýkingu. Í kjölfarið náði hún til heila Jesse sem bólgnaði upp.
Læknar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga lífi hans en án árangurs.
Megan sagði að læknar hafi komist að þeirri niðurstöðu að sýkingin hafi leysts úr læðingi eftir að Jesse meiddist á göngubrettinu: „Þeir sögðu að af því að hann beyglaði ökklann þá hafi sýkingin líklega ráðist á hann, af því að hann var veikburða fyrir.“