Sky News segir að lögreglan hafi fundið 100 kampavínsflöskur og 10 kassa af viskíi, sem hafði verið pantað frá netverslun Amazon. Einnig fannst ein tóm viskíflaska í húsinu.
Fyrir dómi kom fram að lögreglumenn hafi fundið lík Arjan á svefnherbergisgólfi Dekan. Dekan, sem er 54 ára, var nakinn og við hlið hans um 100 kampavínsflöskur, þar á meðal blóðugar flöskur af Veuve Cliquot og Bollinger.
Ég drap föður minn. Ég lamdi hann í höfuðið með helvítis Bollingerkampavínsflösku,“ sagði hann við lögreglumennina.
Fyrir dómi sagði saksóknari að Arjan hefði verið lamin margoft í höfuðið með fullri kampavínsflösku og hafi hann hlotið mikla áverka og látist nær samstundis.
Dekan hafði búið með foreldrum sínum í fjögurra herbergja húsi þeirra í um 40 ár. Hann varð háður áfengi á meðan heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi.