fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að berja föður sinn til dauða með kampavínsflösku

Pressan
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dekan Singh Vig var nýlega fundinn sekur um að hafa myrt 86 ára föður sinn, Arjan Singh Vig, á heimili þeirra í Southgate í norðurhluta Lundúna í október 2021. Hann barði hann til bana með kampavínsflösku. Hann var ölvaður og í miklu reiðikasti þegar þetta gerðist.

Sky News segir að lögreglan hafi fundið 100 kampavínsflöskur og 10 kassa af viskíi, sem hafði verið pantað frá netverslun Amazon. Einnig fannst ein tóm viskíflaska í húsinu.

Fyrir dómi kom fram að lögreglumenn hafi fundið lík Arjan á svefnherbergisgólfi Dekan. Dekan, sem er 54 ára, var nakinn og við hlið hans um 100 kampavínsflöskur, þar á meðal blóðugar flöskur af Veuve Cliquot og Bollinger.

Ég drap föður minn. Ég lamdi hann í höfuðið með helvítis Bollingerkampavínsflösku,“ sagði hann við lögreglumennina.

Fyrir dómi sagði saksóknari að Arjan hefði verið lamin margoft í höfuðið með fullri kampavínsflösku og hafi hann hlotið mikla áverka og látist nær samstundis.

Dekan hafði búið með foreldrum sínum í fjögurra herbergja húsi þeirra í um 40 ár. Hann varð háður áfengi á meðan heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum