Daily Star skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í viðtali Matt Cullen við Jasmine á YouTube. Þar ræddu þau um Desert Rose vændishúsið, sem er löglegt því rekstur vændishúsa er löglegur í Nevada, og hvernig starfið sem vændiskona er í raun og veru sem og um hvernig ástir tókust með henni og einum viðskiptavininum.
Jasmine, sem er einnig virk á OnlyFans, sagði að núverandi unnusti hennar hafi verið fastur viðskiptavinur hjá henni. Þau hafi náð vel saman og ákveðið að verða par. „Honum er sama þótt ég stundi kynlíf með viðskiptavinum,“ sagði hún.
Þegar hann var spurður hvernig það sé að vera í ástarsambandi við konu sem vinnur í vændishúsi sagði hann: „Það er öðruvísi. Þetta var skrýtið þegar ég kynntist henni á vændishúsinu.“
Jasmine, sem er frá Kosta Ríka, sagðist hafa byrjað að senda honum textaskilaboð og hvetja hann til að koma. „Hann vissi ekki hvort ég væri bara að sækjast eftir peningum eða þannig. Síðan spurði hann mig kvöld eitt hvort ég vildi spila tölvuleik. Þá fórum við að verða nánari,“ sagði hún.
Hún kom upphaflega til Bandaríkjanna til að stunda vændi eftir að hafa gengið í gegnum skilnað. Hún fékk engan stuðning frá fjölskyldu sinni og var því algjörlega upp á sjálfa sig komin.
Starfsfólk vændishúsa getur haft allt að 150 dollara í tekjur af hverjum viðskiptavini en „húsið“ tekur hluta af þeirri upphæð í þóknun sagði hún í þættinum.