Málið hefur vakið mikla athygli en nú hafa fjölmiðlar borið kennsl á konuna, sem kom ekki fram undir nafni til að byrja með. Um er að ræða hina 21 ás gömlu Juliu Wandelt
The Mirror hefur það eftir heimildarmanni sem er náinn McCann-fjölskyldunni að fjölskyldan ætli að kanna sannleiksgildi yfirlýsingu Juliu. „Fjölskyldan tekur enga sénsa, þau eru tilbúin að skoða allar vísbendingar. Það er mikilvægt að horft sé til allra þátta, þessi stúlka er mjög svipuð [Madeleine] um það verður ekki deilt. Ef það sem hún segir er satt þá eru alveg líkur á að þetta sé hún.“
Talið er að McCann fjölskyldan hafi boðist til að taka þátt í að greiða fyrir erfðafræðirannsókn.
Sjá einnig: Staðhæfir að hún sé Madeleine McCann og segist hafa „sannanir“
Julia vakti mikla athygli þegar hún opnaði Instagram-reikninginn „Ég er Madeleine McCann“ en hún þykir sláandi lík litlu stúlkunni sem hvarf í Portúgal árið 2007.