BBC skýrir frá þessu og segir að eftir 25 daga hafi ættingjar og vinir Barajah krafist þess að hann yrði fluttur á sjúkrahús. Þá var hann illa á sig kominn eftir að hafa ekki innbyrt vott né þurrt í allan þennan tíma.
Hann hafði misst svo mörg kíló að hann gat ekki lengur staðið uppréttur.
BBC segir að þetta sé ekki í fyrsta andlátið í tengslum við löngun fólks til að fasta í 40 daga eins og Jesús gerði að því er segir í biblíunni.
2015 lést maður frá Simbabve eftir 30 daga föstu og 2006 lést bresk kona eftir 20 daga föstu.