fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Víkingar tóku dýrin sín með sér til Bretlands fyrir rúmum 1.000 árum

Pressan
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 12:00

Hversu langt komust víkingarnir?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar víkingar sigldu yfir Norðursjóinn til Bretlands á níundu öld tóku þeir hunda sína og hesta með.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn CNN sem segir að fornleifafræðingar hafi fundið fyrstu vísindalegu sannanirnar fyrir þessu við rannsóknir á grafstæði víkinga í Derbyshire. Það nefnist Heath Wood.

Líkamar, þeirra sem eru grafnir þar, voru brenndir en bein eru enn til staðar og hafa komið að góðu gagni við rannsóknir á hverjir voru jarðsettir þarna og hvenær.

Vísindamennirnir rannsökuðu bein sem fundust í grafreitnum og reyndust þau vera úr tveimur fullorðnum einstaklingum, einum unglingi og þremur dýrum. Þetta voru hestur, hundur og líklega svín.

Á þessum tíma var það venjan á Norðurlöndum að brenna lík en í Bretlandi voru þau jarðsett.

Vísindamennirnir leituðu að strontíum í beinunum en það er náttúrulegt efni sem er í steinum, jarðvegi og vatni og endar það í plöntum. Þegar menn og dýr éta plöntur kemst strontíum í beinin og tennurnar. Magn efnisins er mismunandi víða um heim og er hægt að nota það sem viðmið þegar kemur að því að staðfesta uppruna ýmissa tegunda.

Annar fullorðni einstaklingurinn og unglingurinn voru líklegast heimafólk en hinn fullorðni og dýrin voru líklega frá Skandinavíu miðað við magn strontíums sem fannst í beinunum. Sá fullorðni og dýrin dóu líklega fljótlega eftir komuna til Bretlands.

Niðurstaða rannsóknarinnar hefur verið birt í vísindaritinu PLOS ONE.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu