fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Þessa hluti á aldrei að setja í uppþvottavél

Pressan
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppþvottavélar eru auðvitað frábært heimilistæki sem léttir fólki svo sannarlega lífið. Það er freistandi að setja eiginlega allt í þær en það er ekki allt sem þolir ástúðlega en um leið harða meðferð uppþvottavélar.

Eftir því sem segir á vefsíðunni Goodhouskeeping þá er það einfaldlega svo að sumt þarf alltaf að þvo í höndum upp á gamla mátann því það má ekki fara í uppþvottavél.

Meðal þessara hluta eru:

Næstum allur eldhúsbúnaður úr tré. Sleifar og aðrir tréhlutir skemmast við að fara í uppþvottavél.

Gamalt postulín þolir ekki að fara í uppþvottavél og sérstaklega ekki ef það er með gylltar brúnir eða handmálað.

Hvítlaukspressa verður ekki hrein við að fara í uppþvottavél. Hvítlaukur er klístraður og festist í götum og raufum. Það þarf því að þvo hvítlaukspressur í höndum.

Ekki setja flöskur og krukkur, með miðum á, í uppþvottavél. Pappírsmiðarnir losna af og safnast saman í síunni og geta þannig stytt líftíma vélarinnar.

Öll eldhúsáhöld, sem eru úr áli, þarf að þvo í höndum ef þú vilt koma í veg fyrir að þau verði mislit.

Kristalsglös og skálar eiga ekki að fara í uppþvottavél. Hár hitinn í vélinni fer illa með kristal og gerir hann mattan.

Ef matur hefur brennt sig fastan við eldhúsáhöld þá verða þau ekki hrein við að fara í uppþvottavél. Það þarf að þvo þau í höndum og nota krafta og þolinmæði til að takast á við þau.

Almennt er ekki gott að setja beitta hnífa í uppþvottavél því þeir geta valdið tjóni á vélinni og þess utan hefur þvotturinn neikvæð áhrif á bit þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu