The Guardian skýrir frá þessu og segir að samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdastjórn ESB þá hafi Cambridge háskólinn fengið 433 milljónir punda í styrki á sjö árum undir Horizon 2020 rannsóknaráætlun ESB. En eftir að af Brexit varð og hin nýja rannsóknaráætlun ESB, Horizon Europe, tók gildi hefur háskólinn ekki fengið eitt einasta pund.
Oxford háskólinn fékk 523 milljónir punda á tíma fyrir áætlunarinnar en hefur aðeins fengið 2 milljónir eftir að sú nýrri tók við.