The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta sé nýjasta málið þar sem tekist var á um takmarkanir tengdum skotvopnum eftir að hinn íhaldssami meirihluti hæstaréttar setti ný viðmið varðandi lög um skotvopn.
Lögmenn Jared Michael Harrison færðu rök fyrir því fyrir dómi að það bryti gegn öðrum viðauka stjórnarskrárinnar að banna honum að bera skotvopn en samkvæmt alríkislögum er óheimilt fyrir „ólöglega notendur fíkniefna“ að eiga og bera skotvopn.
Harrison var kærður fyrir brot á þessum lögum eftir að hann var handtekinn í Lawton í Oklahoma í maí 2022 fyrir umferðarlagabrot. Lögreglan fann hlaðna skammbyssu og maríúna í bíl hans. Hann sagðist vera á leið til vinnu í hjúkrunarmiðstöð við að deila út maríúana. Hann var ekki með opinbert skírteini sem veitti honum heimild til að nota maríúana.
Patrick Wyrick, alríkisdómari, féllst á rök lögmanna Harrison og úrskurðaði að bannið bryti gegn stjórnarskrárvörðum réttindum hans til að eiga skotvopn. Hann benti einnig á að hægt sé að kaupa maríúana á löglegan hátt í rúmlega 2.000 verslunum í Oklahoma.