fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Svíþjóð – Tvær sprengjur sprengdar og ungur maður skotinn

Pressan
Föstudaginn 17. febrúar 2023 05:36

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður var skotinn mörgum skotum í stigagangi fjölbýlishúss í suðurhluta Stokkhólms í gærkvöldi. Hann særðist alvarlega en er ekki talinn í lífshættu. Tvær sprengjur sprungu með 24 mínútna millibili í Södertälje í nótt.

Maðurinn, sem var skotinn, er á þrítugsaldri að sögn Aftonbladet sem segir að hann hafi verið skotinn mörgum skotum. Hann er sagður hafa verið með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Talsmaður lögreglunnar sagði að samkvæmt upplýsingum sem hann hefði fengið sé maðurinn ekki í lífshættu.

Tveir hafa verið handteknir, grunaðir um morðtilraun. Þeir eru báðir á þrítugsaldri að sögn talsmanns lögreglunnar. Þeir eru sagðir hafa flúið af vettvangi á rafmagnshlaupahjólum en komust ekki langt því þeir voru handteknir þar sem þeir voru í felum í stigagangi annars fjölbýlishúss, ekki langt frá vettvangi árásarinnar.

Aftonbladet segir að skotárásin tengist átökum glæpagengja.

Í Södertälje sprungu tvær sprengjur með 24 mínútna millibili á öðrum tímanum í nótt.  Aðeins eru nokkur hundruð metrar á milli staðanna þar sem þær sprungu. Aftonbladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að sprengjurnar hafi sprungið við einbýlishús og að fólk hafi verið innandyra.  Enginn slasaðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar