fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Fannst sex dögum síðar rúmlega 3000 kílómetrum að heiman eftir feluleik sem gekk of langt

Pressan
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feluleikur getur verið góð skemmtun, en stundum getur leikurinn farið aðeins úr böndunum. Slíkt átti sér stað hjá hinum 15 ára gamla Fahim í borginni Chittagong í Bangladess nýlega.

Fahim var að leika með vinum sínum og fóru þeir í feluleik. Fahim fann, það sem hann taldi vera hinn fullkomna felustað, flutningagám. Hann klifaði inn í gáminn og taldi að þarna myndu vinirnir aldrei finna hann. Hann beið og beið og svo virtist sem að felustaðurinn væri vissulega fullkominn. Svo fór að Fahim fór að syfja og ákvað hann að leggja sig um stund.

Þegar hann vaknaði var búið að læsa gáminum og Fahim varði næstu sex dögunum þar inni án matar eða vatns. Þegar gámurinn var loks opnaður var Fahim búinn að ferðast rúmlega 3000 kílómetra og var ekki lengur í Bangladess heldur í Malasíu.

Það var þann 17. febrúar sem starfsmenn við höfn í Malasíu heyrðu bank og öskur frá einum gáminum sem hafði nýlega komið frá Bangladess. Starfsfólkið hafði samband við neyðarlínu áður en gámurinn var opnaður og kom það öllum í opna skjöldu þegar ungur, fremur slappur drengur kom út úr gámnum.

Myndband var birt af þessu atviki á Twitter.

Fahim var áttavilltur og illa á sig kominn og bað um mat, sem hann að lokum fékk á meðan viðbragðaðilar könnuðu ástand hans. Fahim talaði ekki tungumálið á svæðinu og gekk erfiðlega að yfirheyra hann.

Hann var svo fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Grunaði yfirvöldum í Malasíu að Fahim væri þolandi mansals. Þó kom á daginn að ekkert slíkt var þarna á ferðinni heldur var Fahim þolandi þess að vera of góður í feluleik.

Ótrúlegt þykir að Fahim hafi lifað af ferðalagið án nokkurrar næringar eða vökva. Fahim var afhentur útlendingastofnun í Malasíu sem afréð að koma honum aftur heim til sín.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi