fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Hélt að hún væri með nýrnastein – Reyndist vera allt annað

Pressan
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 22:00

Allison Rucker. Mynd:Credit: TikTok/@allisonrucker81

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Allison Rucker fékk mikla kviðverki taldi hún að hún væri með nýrnastein. En svo var nú ekki og trúði hún varla eigin eyrum þegar læknar sögðu henni hið rétta.

Hún skýrði frá þessu í myndbandi á TikTok og hefur það vakið mikla athygli. Í því segir hún að læknar hafi sagt henni að hún væri ekki með nýrnastein, heldur væri hún gengin 37 vikur með barn sitt.

„Þegar læknarnir komu inn og sögðu mér að „nýrnasteinninn“ væri í raun 37 vikna barn,“ segir hún í myndbandinu á TikTok.

Allison með barnið. Myn:Credit: TikTok/@allisonrucker81

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta kom henni mjög á óvart því hún hafði verið með blæðingar í hverjum mánuði, þó minni en venjulega. En af þessum sökum hafði hún ekki hugmynd um að hún væri barnshafandi.

Hún birti annað myndband þar sem hún fór nánar út í af hverju hún vissi ekki að hún væri barnshafandi. Í því birtir hún mynd af sér í bikiní, í íþróttum og með vinum sínum á meðgöngunni. Eins og fyrr sagði þá hafði hún blæðingar í hverjum mánuði meðan á meðgöngunni stóð og hún þyngdist „aðeins“ um 8 kíló og hélt að hún hefði bara bætt á sig nokkrum kílóum og tengdi þyngdaraukninguna ekki við þungun.

The Sun skýrir frá þessu og segir að barnið hafi fengið nafnið Kam.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður