Myndin líkist höfði bjarndýrs en auðvitað er það ekki höfuð bjarndýrs sem er á myndinni. Það eru tveir gígar sem líkjast augum og V-laga mynstur í jarðveginum líkist nefi bjarndýrs.
Þetta er ekki fyrsta myndin frá Mars sem líkist einhverju sem við þekkjum hér á jörðinni. Í mars á síðasta ári tók Curiosity Marsbíllinn mynd af steinum sem líktust blómi.