fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Komst ekki að hjá tannlækni eftir að tönn brotnaði – Tók málið í eigin hendur með plasti og tonnataki

Pressan
Laugardaginn 11. febrúar 2023 19:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony Watson, sem býr í Bridlington á Englandi, er ekki skráður hjá tannlækni á vegum hins opinbera og hefur ekki efni á að fara til tannlæknis á eigin kostnað. Hann lenti nýlega í því að tönn, sem brotnaði fyrir rúmlega 20 árum, brotnaði enn meira þegar hann beit í kexköku.

Í samtali við BBC sagðist hann ekki hafa haft efni á að fara til tannlæknis og því hafi hann þurft að leita annarra leiða.

Hann leitaði sér upplýsinga á Internetinu og sá þar fjölda „tannlæknasetta fyrir heimili“ til sölu. Hann pantaði það sett sem hann taldi henta sér best og líklega eitt af þeim ódýrustu og auðveldustu til að nota.

Í settinu var poki með 20 grömmum af plastperlum. Watson fylgdi leiðbeiningunum og sauð vatn og setti perlurnar út í það. Þær urðu þá mjúkar og gagnsæjar. Því næst tók hann þær og setti á tönnina og mótaði þær og lét kólna. Hann notaði einnig tonnatak til að festa perlurnar vel við tönnina.

Hann sagðist sáttur við árangurinn og muni ekki hika við að beita þessari aðferð aftur ef þörf krefur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi