BBC segir að nú verði refsilaust að vera með allt að 2,5 grömm af hörðum fíkniefnum í fórum sínum.
Alríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir tilraunina sem mun standa í þrjú ár.
Ekki fjarri, í Oregon í Bandaríkjunum, var varsla og neysla harðra fíkniefna afglæpavædd 2020.
Samkvæmt nýju reglunum í Bresku Kólumbíu verður fólk ekki handtekið eða kært né lagt hald á hörð fíkniefni, sem það er með í fórum sínum, ef magnið er undir 2,5 grömmum. Þess í stað verður fólki boðið upp á upplýsingar um heilbrigði og þá félagslegu þjónustu sem er í boði.