Nýsjálenska strandgæslan fann nýlega 3,2 tonn af kókaíni á floti í Kyrrahafinu. Markaðsvirði efnisins er talið vera sem nemur um 40 milljörðum íslenskra króna.
Reuters segir að talið sé að efnið hafi átt að fara á ástralska markaðinn. Andrew Coster, lögreglustjóri, sagði í tilkynningu að þetta væri eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á í einu máli á Nýja-Sjálandi.