fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Áskorunin umdeilda líklega ekki ástæðan fyrir andláti Archie Battersbee

Pressan
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur drengur, Archie Battersbee, lét lífið í ágúst á síðasta ári eftir að slökkt var á öndunarvél hans þrátt fyrir mikla baráttu foreldra hans við að frá að halda honum á lífi. En mikið var fjallað um málið víða í heiminum.

Móðir ArchieHollie Dance, kom að honum meðvitundarlausum á heimili þeirra í Essex í apríl á síðasta ári. Hollie hefur haldið því fram að Archie hafi verið að taka þátt í samfélagsmiðlaáskorun sem kallar BlackOut Challenge og því farið sem fór. Leikurinn gengur út á það að þátttakendur þrengja að háls sínum með snæri eða einhverju viðlíka og reyna missa meðvitund í stutta stund.

Archie var í kjölfarið úrskurðaður heiladauður og hófst mikill fjölmiðlastormur sem snerist um kröfu lækna um að fá að taka öndunarvél sem hélt honum á lífi úr sambandi. Aðstandendur Archie vildu þó bíða og héldu í vonina að hann tæki framförum og kæmist aftur til meðvitundar. Læknarnir höfðu að endingu betur eftir fjölmörg dómsmál og lést Archie þann 6. ágúst – fjórum mánuðum eftir slysið

Sjá einnig: Fullyrðir að 82 börn hafi látist í leiknum sem hafði af henni soninn

The Sun greindi frá því í gær að réttarmeinafræðingur hafi nú úrskurðað að Archie hafi látið af slysförum og hafi ekki ætlað að taka eigið lífið. En hann tók þó fram að ekkert benti til þess að Archie hafi verið að taka þátt í áðurnefndri áskorun.

„Þetta var slys sem fór úr böndunum, annað hvort hrekkur til að sjokkera móður sína þegar hún kæmi úr svefnherberginu og sæi hann gera eitthvað sláandi eða kærulaust, eða bara að gera tilraun til að sjá hvernig það væri að gera svona nokkuð. Þetta fór líklega úrskeiðis mjög hratt og með hræðilegum afleiðingum.“

Fjölmiðlar í Bretlandi hafa nú greint frá því að Archie hafi sent móður sinni hryggileg skilaboð í aðdraganda slyssins. Þar hafi hann meðal annars talað um að vera þunglyndur, honum langaði að gefast upp á öllu.

Á síma hans fundust einnig raddskilaboð frá ónefndum ungum dreng þar sem sagði: „Hey Archie, veistu hvers vegna þú ert reiður? Því móðir þín vildi fara í þungunarrof.“

Hann hafi átt í ógnvekjandi samskiptum við aðra krakka þar sem hótanir gengu á víxl.

Getur ekki fullyrt lengur að hann hafi tekið þátt í áskoruninni

Móðir hans, Hollie segir í dag að hún geti ekki fullyrt að hann hafi verið að taka þátt í BlackOut áskoruninni og líklega hafi hann látist af slysförum.

Engin gögn fundust á síma hans sem bentu til þess að hann hafi verið að kynna sér Blackout áskorunina. Hann hafi þó verið með aðgang að TikTok og því gæti hann vel hafa kynnst áskoruninni þar.

Archie hafi, þrátt fyrir að hafa verið þunglyndur, verið jákvæður fyrir framtíðinni þegar hann dó og því séu litlar líkur á að hann hafi tekið eigið líf.

Hollie greindi frá því við fjölmiðla í fyrradag hverig hún hafi fundið Archie meðvitundarlausan.

Hún hafi hlaupið öskrandi á móti sjúkrabílnum, verið frá sér af skelfingu og grátið mikið.

„Ég var beðin um að setjast í tröppurnar. Ég gat ekki hætt að gráta. Ég sagði aftur og aftur, gerðu það ekki fara frá mömmu þinni. Ég elska þig litli maðurinn minn. Ég vildi ekki að hann færi frá mér.“

_______________________

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður