fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Dularfullt andlát barnshafandi konu

Pressan
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 22:00

Alana Sims. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. janúar síðastliðinn fannst Alana Sims, sem var gengin fimm mánuði með annað barn sitt, látin við hlið bíls síns í Tampa í Flórída. Inni í bílnum svaf tæplega 2 ára sonur hennar.

Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og segir að Sims hafi látist af völdum áverka á efri hluta líkamans og að um „markvissa“ árás hafi verið að ræða. En hún hefur ekki látið mikið meira uppi um málið að sögn People.

Sims var 23 ára þegar hún lést. Niðurstaða krufningar liggur ekki enn fyrir og því ekki ljóst hvað eða hver olli þeim áverkum sem hún var með á efri hluta líkamans.

Þegar lögreglan kom að bíl hennar um klukkan 22 lá Sims látin við hlið hans en sonur hennar var sofandi inni í bílnum. Hann var ómeiddur og er nú í umsjá fjölskyldu hennar.

Lee Bercaw, lögreglustjóri, sagði í samtali við Tampa Bay Times að lögreglan telji að ekki hafi verið um tilviljun að ræða að Sims var myrt.

Crystal Clark, talskona lögreglunnar í Tampa, sagði í samtali við 10 Tampa Bay að miðað við ummerki á vettvangi hafi mátt ráða að Sims hafi verið búin að vera látin í töluverðan tíma áður en lögreglan kom á vettvang.

Sims bjó ekki í hverfinu þar sem hún fannst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?