Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og segir að Sims hafi látist af völdum áverka á efri hluta líkamans og að um „markvissa“ árás hafi verið að ræða. En hún hefur ekki látið mikið meira uppi um málið að sögn People.
Sims var 23 ára þegar hún lést. Niðurstaða krufningar liggur ekki enn fyrir og því ekki ljóst hvað eða hver olli þeim áverkum sem hún var með á efri hluta líkamans.
Þegar lögreglan kom að bíl hennar um klukkan 22 lá Sims látin við hlið hans en sonur hennar var sofandi inni í bílnum. Hann var ómeiddur og er nú í umsjá fjölskyldu hennar.
Lee Bercaw, lögreglustjóri, sagði í samtali við Tampa Bay Times að lögreglan telji að ekki hafi verið um tilviljun að ræða að Sims var myrt.
Crystal Clark, talskona lögreglunnar í Tampa, sagði í samtali við 10 Tampa Bay að miðað við ummerki á vettvangi hafi mátt ráða að Sims hafi verið búin að vera látin í töluverðan tíma áður en lögreglan kom á vettvang.
Sims bjó ekki í hverfinu þar sem hún fannst.