fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Danskir læknar fundu skelfilega bakteríu – Mörg þúsund manns eru hugsanlega smitaðir

Pressan
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 07:00

Margar bakteríur eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er hræðilegt að hugsa um hversu margir hafa tekið þetta lyf og eru hugsanlega smitaðir.“ Þetta sagði Charlotte Nielsen Agergaard, deildarlæknir á örverudeild háskólasjúkrahússins í Óðinsvéum í Danmörku, um skelfilega bakteríu sem hún fann nýlega í einu mest notaða sýklalyfinu í Danmörku.

TV2 hefur eftir Agergaard að það megi ekki gerast að fólk taki lyf, sem læknir hefur ávísað því, sem það hefur keypt í dönsku apóteki og eigi á hættu að smitast af fjölónæmri bakteríu.

Það voru þvagsýni úr þremur ótengdum íbúum á Fjóni sem komu Agergaard á slóð þessarar óvenjulegu og í raun skelfilegu uppgötvunar.

Hún komst að því að í sýklalyfinu Dicillin frá svissneska lyfjafyrirtækinu Sandoz eru bakteríur sem eru ónæmar fyrir fjölda sýklalyfja.

Um 35.000 Danir hafa fengið lyfinu ávísað frá í september og fram í desember samkvæmt gögnum frá heilbrigðisyfirvöldum.

Á næstu dögum og vikum mun koma í ljós hversu mikið magn af lyfinu inniheldur fjölónæmar bakteríur.

Ulrik Stenz Justesen, yfirlæknir og prófessor við örverudeild háskólasjúkrahússins í Óðinsvéum, sagði að óttast sé að margir sjúklingar séu nú með þessar fjölónæmu bakteríur í maganum eftir að hafa tekið sýklalyfið. Hann sagði að læknar óttist að það sé aðeins toppurinn á ísjakanum sem er kominn í ljós.

Nú er vitað um níu sjúklinga sem eru með veiruna í sér eftir að hafa notað lyfið. Ef mun fleiri hafa smitast af henni eftir að hafa tekið lyfið þá mun það valda auknu álagi á danska heilbrigðiskerfið í framtíðinni því þeir sem eru með fjölónæmar bakteríur verða að fara í einangrun ef þeir þurfa að leggjast inn á sjúkrahús og gildir það allt lífið. Einnig gilda sérstakar reglur fyrir smitaða ef þeir búa á dvalarheimili aldraðra eða fá heimahjúkrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu