fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Barnamorðinginn Lucy Letby krafðist þess að taka myndir af barninu sem hún myrti – Sendi fjölskyldunni samúðarbréf

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 22:03

Lucy Letby. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn koma fram nýjar upplýsingar um furðulega og óhugnanlega hegðun hins 33 ára breska hjúkrunarfræðings, Lucy Letby, sem ákærð er fyrir að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til að myrða aðra tíu. 

Réttarhöld yfir Lucy standa nú yfir en hún hefur lýst yfir sakleysi sínu. 

„Ég er vond

Meðal þess sem fram hefur komið er handskrifaður miði sem fannst heima hjá Lucy þar sem hún sagðist hafa drepið börnin því hún væri ekki nógu góð til að hugsa um þau.

Hún skrifaði á annan miða að hún hefði ekkert gert rangt, það væru engar sannanir gegn henni og hún hefði enga ástæðu til að fara í felur.

Á enn miða stóð skrifað;  „Ég er skelfilega vond manneskja,“ og „Ég er vond, ég gerði þetta“.

Við réttarhöldin koma fram sífellt fleiri vitni að furðulegari framkomu Lucy, sem kölluð var „sú með brosið” vegna glaðlegrar og hlýlegrar framkomu við foreldra og aðstandendur 

Hún bauð foreldrum lítillar stúlku, fyrirbura, að taka myndir af telpunni aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa myrt barnið í október árið 2015. 

Lucy Letby. Mynd/Skjaskot YouTUbe

Tókst að myrða barnið í fjórðu tilraun

Litla telpan var veikburða við fæðingu en stækkaði og nærðist á deild fyrir fyrirbura, þeirri sömu og Lucy starfaði á. Svo virtist sem að hún væri komin yfir það versta en telpan fæddist eftir aðeins 27 vikna meðgöngu.

Lucy gerði hvorki meira né minna en fjórar tilraunir til að myrða barnið og tókst það á endanum með því að setja loft í næringarslöngu barnsins, svo og að sprauta lofti í æðar hennar. 

Hún myrti alla nýburana með því að sprauta mjólk, insúlíni og lofti í þá. 

Í vitnastúkunni sagði móðir stúlkunnar að nokkrum dögum áður hefði hún og faðirinn fengið að baða dóttur sína í fyrsta skipti enda dafnaði hún vel.

Það var mikil gleðistund og bauðst Lucy til að taka myndir á síma þeirra sem þau þáðu með ánægju. 

Allt var á réttri leið.

Margbað um að fá að mynda látna dóttur okkar

En að morgni 23. október 2015 voru þau kölluð með hraði á sjúkrahúsið og komu þar að teymi lækna og hjúkrunarfólks, meðal annars Lucy Letby, sem voru að reyna að endurlífga stúlkuna, án árangurs. 

Þegar að það var fullreynt og ljóst að barnið var dáið var þeim boðið að baða dóttur sína áður en hún yrði færð í líkhús og kom Lucy með barnabaðkar.

„Hún var skælbrosandi og margbað okkur um að leyfa sér að taka myndir af okkur, baðandi látna dóttur okkar.“ 

Móðirin barnsins sagði  í fyrri vitnaleiðslu í janúar að Lucy hefði haldið áfram endalausum spurningum um hvort þau vildu ekki síðustu ljósmyndirnar.

„Það væri örugglega það em dóttur okkar hefði viljað.“

Lucy Letby

„En hún hlýtur að hafa áttað sig á endanum á hversu pirruð og sorgmædd við vorum því að hún hætti loksins og fór.“

 

Hugsa til ykkar alla daga

Sama móðir steig aftur í vitnastúku í síðustu viku og var réttinum sýnt bréf sem Lucy sendi fjölskyldunni vegna láts barnsins. 

Í því stóð;

„Þíns elskaða barns verður minnst með fjölda brosa. Það eru engin orð sem ná að lýsa þessum erfiða tíma,“ skrifaði Lucy.

„Það var sannkallaður heiður að fá að hugsa um fallega barnið ykkar og fá að kynnast fjölskyldunni – fjölskyldu sem ávallt setti barn sitt í fyrsta sæti og gerði allt sem í sínu valdi stóð fyrir hana.

Hún verð ávallt stór hluti lífs ykkar og við munum aldrei gleyma henni. Ég hugsa til ykkar í dag og alla daga,“ skrifaði Lucy Letby, morðingi barnsins, í bréfi til foreldranna.

Í bréfinu biðst hún einnig afsökunar á að gera því miður ekki verið viðstödd útför barnsins. 

„Mér þykir afar leitt að geta ekki komið og kvatt en sendi ástarkveðjur. Lucy x,“ stóð í bréfinu.

Réttarhöldin yfir Lucy Letby halda áfram. 

Sjá einnig:

Hjúkrunarfræðingur grunuð um að hafa myrt tíu kornabörn

Grunuð um að hafa myrt átta ungbörn og reynt að myrða tíu til viðbótar

Hjúkrunarfræðingur ákærð fyrir morð á sjö nýburum – Tvíburamóðir gekk inn á hana í miðri 

Barnsmorðin á Englandi – Fundu óhugnanleg skilaboð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu